Erlent

Ungar stúlkur ætluðu að drepa og drekka blóð skólafélaga sinna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skólinn sem stúlkurnar ganga í.
Skólinn sem stúlkurnar ganga í. Mynd/Google Maps
Lögregla í Flórída hefur handtekið tvær ellefu og tólf ára gamlar stúlkur. Þær lögðu á ráðin með að drepa skólafélaga þeirra á hrottalegan hátt. BBC greinir frá.

Greint er frá því að stúlkurnar hafi sagt lögreglu að þeir væru djöfladýrkendur og hafi ætlað að drepa minnst fimmtán af samnemendum þeirra í einhvers konar djöfladýrkendaathöfn.

Ætluðu þær sér að drekka blóð fórnarlamba þeirra auk þess sem þær höfðu hug á því að borða þau. Við rannsókn málsins lagði lögregla meðal annars hald á hníf, skæri og pizzaskera eftir að ábending barst frá samnemenda stúlknanna.

Stúlkurnar voru handteknar á klósetti í skólanum þar sem þær biðu eftir yngri nemendum sem þær áttu möguleika á að yfirbuga, að sögn rannsakenda. Þá sagði lögregla einnig að í símum stúlknanna hafi fundist skilaboð þær sem ræða skipulagnin árásarinnar auk handskrifaðs miða sem á stóð: „Fara á baðherbergið til að drepa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×