Erlent

Rannsaka dauðsföll í Yosemite garðinum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Yosemite þjóðgarðurinn er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum.
Yosemite þjóðgarðurinn er í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. EPA/Mike Nelson
Yfirvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum rannsaka nú tvö dauðsföll í Yosemite þjóðgarðinum. Maður og kona féll niður á miðvikudaginn af Taft Point sem er vinsæll útsýnisstaður. Taft Point gnæfir 900 metra yfir botn gilsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Það voru ferðamenn á svæðinu sem komu auga á lík parsins. Hið minnsta tíu hafa látið lífið í þjóðgarðinum það sem af er ári að sögn talsmanns þjóðgarðsins. Í síðasta mánuði féll ísraelskur unglingur af öðrum vinsælum útsýnisstað í garðinum.

Það var svo í dag sem að yfirvöld náðu í líkin af mjög erfiðu svæði. Ekki er búið að bera kennsla á parið og rannsókn á málinu stendur enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×