Innlent

Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins var kynnt í gær og er ljóst að launakrafan er langt fyrir ofan það sem Samtök atvinnulífsins hafa talað um. Krafist er að lágmarkslaun og þar með lægsti taxti verði 425 þúsund krónur í lok samningstímans sem verði þrjú ár. Þá verði um krónutöluhækkanir að ræða með tryggingum fyrir því að það skili sér ekki í enn meiri prósentuhækkunum þeirra hæst launuðu.

Sjá einnig: Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir krónutöluhækkanir á undanförnum árum hafa því miður leitt til launaskriðs upp allan launastigann. Einnig að kröfugerðin verði að vera innan þess rýmis sem er í rekstri fyrirtækjanna hverju sinni.

Formenn 19 félaga Starfsgreinasambandsins funduðu í gær og kynntu kröfugerð síðdegis Vísir/Sigurjón

„Kröfugerð sem þessi verður að taka mið af efnahagslegum raunveruleika, sem er efnislega þessi að við höfum hækkað laun um 30% að meðaltali á síðustu þremur og hálfu ári. Við höfum hækkað lágmarkslaun um 40% og okkur hefur tekist að tryggja að kaupmáttur launa hefur vaxið um 25,“ segir Halldór Benjamín.

Starfsgreinasambandið segir félagsmenn einnig leggja ríka áherslu á að stytta vinnuvikuna og er krafan að hún fari niður í 32 stundir.

„Á sama tíma á að hækka laun verulega. Ég held við ættum að vera aðeins skynsamari í okkar nálgun. Það er mín afstaða á þessari stundu,“ segir Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.


Tengdar fréttir

Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði

Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækkaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.