Erlent

Ítalskur nýnasisti fær tólf ára dóm

Atli Ísleifsson skrifar
Luca Traini hlaut 12 ára dóm í dag.
Luca Traini hlaut 12 ára dóm í dag. Vísir/EPA
Dómstóll á Ítalíu dæmdi í dag karlmann í tólf ára fangelsi fyrir tilraun til morðs eftir að hafa skotið á tíu flóttamenn í bænum Macerata.

Maðurinn er 28 ára og á að hafa hrópað „Ítalía fyrir Ítali“ áður en hann hleypti af.

Skotárásin var gerð í bænum Macerata, um þrjátíu kílómetrum suður af Ancona, í febrúar síðastliðinn. Sex manns særðust í árás mannsins sem stóð yfir í um tvo tíma.

Málið vakti mikla athygli á Ítalíu og víðar á sínum tíma og voru haldnir fjöldi fjöldafunda í Macerata vikurnar eftir ódæðið, bæði með og gegn innflytjendum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×