Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ljóst er að myndasögubækur skipa stóran sess í lestri margra barna hér á landi. Hér gluggar Gísli í eina af bókunum um Lukku-Láka. Fréttablaðið/Ernir menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira