Tölvuþrjótar breyttu nafni Thelmu í „skuggasál“ á heimasíðu hennar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. október 2018 19:45 Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma. Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Íslenskur bloggari sem tölvuþrjótar notfærðu sér til að senda út svikapóst í nafni lögreglunnar um helgina var boðuð í skýrslutöku til lögreglu í dag. Hún segir málið afar óþægilegt en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún muni leita réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði um helgina við svikapóstum sem og virtust koma frá lögreglunni. Málið er í rannsókn en athygli hefur vakið að tölvuþrjótarnir notfærðu sér kennitölu Thelmu Daggar Guðmundsen, bloggara og áhrifavalds, við kaup á léninu logregian.is. Sjálf heyrði Thelma fyrst af málinu þegar hún fékk símtal frá ISNIC sem sér um skráningu léna með endinguna punktur is. „Ég var sem sagt spurð hvort ég kannaðist eitthvað við þetta, hvort ég hafi sjálf verið að senda út tölvupóst eða tölvupósta á þessu netfangi og ég náttúrlega sagði bara fyrst; „ha?“ segir Thelma. Nokkrum dögum áður hafði verið brotist inn á heimasíðu hennar, gudmundsen.is. „Það var einhverjum sex dögum á undan og breytt nafninu mínu í „skuggasál“ þannig manni finnst þetta svolítið óhugnanlegt,“ segir Thelma. Bæði hún og kærastinn hennar svo voru kölluð til skýrslutöku í dag þar sem Thelma útskýrði sína hlið á málinu. Hún upplifi ekki sem hún liggi undir grun. „Manni líður samt svolítið óþægilega að fara í svona skýrslutöku, þetta er ekkert það þægilegasta sem þú gerir.“ Aðspurð segist hún ekki telja að tölvuþrjótarnir eigi nokkuð sökótt við sig persónulega sem gæti hafa orðið til þess að hennar kennitala var notuð við verknaðinn. „Eina sem mér dettur í hug er að kannski það sé meira sjáanlegt á samfélagsmiðlum ef að það sé einhver einstaklingur sem er jafnvel virkur á samfélagsmiðlum, frekar en einhver annar,“ segir Thelma. Málið er enn óupplýst en Thelma segist á þessu stigi ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún hyggist leita réttar síns í framhaldinu. „Ég ætla bara að sjá hvernig þetta fer og taka svo stöðuna bara eftir það,“ segir Thelma.
Tengdar fréttir Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30 Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Mörgum brugðið við svikapóst frá lögreglu Vísbendingar um að Íslendingur hafi komið að svikapóstinum sem sendur var á fjölda fólks um helgina í nafni lögreglunnar. Nokkur vinna að baki svindlinu segir netöryggissérfræðingur. 9. október 2018 06:30
Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. 7. október 2018 20:19
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10