B manneskjan Sigríður Björk er komin með nóg af fótboltamótum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2018 14:30 Fjallað var um Sigríði Björk lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í Íslandi í dag í gær. Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar en Sindri ræddi við lögreglustjórann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? „Við erum sjö hérna í húsinu. Við hjónin, börnin okkar þrjú, tengdasonur og barnabarn,“ segir Sigríður en hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. „Við biðum rosalega lengi eftir yngsta barninu og hefðum viljað fá það svona 12 árum fyrr en það er rosalega gaman að eiga kríli sem er sjö ára, allt nema fótboltamótin, ég er alveg komin með nóg af fótboltamótum og íþróttamótum. Það þýðir ekkert að æsa sig yfir því, þetta er fótboltagutti.“Það er alltaf nóg að gera hjá Sigríði.Sigríður og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju, búa saman á heimilinu. Hún segir að oftast sé nóg að gera en verkefnin heima fyrir og í vinnunni séu alltaf skemmtileg. „Ég held að ég upplifi mig kannski ekki alveg eins og allir aðrir en ég reyni að ýta fólkinu í kringum mig áfram, reyni svona að taka frekar hlutina í rólegheitunum og svona mjúklega ef það er hægt en ég get alveg sett fótinn niður og þarf að geta gert það í þessu starfi. Ég vel svona A fólk, ég vel fólk sem er betra en ég.“ Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða leikskólakennari þar sem hún er einkabarn. „Ég er bara mikil mamma. Mér finnst gaman að vinna í garðinum og að prjóna. Ég er bara mikill dundari og kannski er það vegna þess að ég átti enginn systkini. Ég er hræðilegur kokkur og bara elda ekki. Maðurinn minn og dóttir mín sjá um það. Ég sé um þrifin og þvottinn á heimilinu.“Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2. Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Hún er algjör B manneskja, er guðslifandi fegin að þurfa ekki að velja föt á morgnana og var varla búin að bursta tennurnar þegar Sindri bankaði upp á eldsnemma morguns og bauð sér í morgunkaffi. Sigríður Björk lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er í draumastarfinu, leggur sérstaka áherslu á mál tengdum heimilisofbeldi og vill bæta ímynd lögreglunnar enn frekar en Sindri ræddi við lögreglustjórann í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir sjálf að hún sé alls ekki hörð, en geti þó stigið niður fæti þegar þess þarf, vill leiða frekar en stjórna og væri líklega leikskólakennari ef hún væri ekki lögfræðingur og lögga. En hver er þessi kona þegar hún er ekki í vinnunni? „Við erum sjö hérna í húsinu. Við hjónin, börnin okkar þrjú, tengdasonur og barnabarn,“ segir Sigríður en hún býr í Vesturbæ Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. „Við biðum rosalega lengi eftir yngsta barninu og hefðum viljað fá það svona 12 árum fyrr en það er rosalega gaman að eiga kríli sem er sjö ára, allt nema fótboltamótin, ég er alveg komin með nóg af fótboltamótum og íþróttamótum. Það þýðir ekkert að æsa sig yfir því, þetta er fótboltagutti.“Það er alltaf nóg að gera hjá Sigríði.Sigríður og Skúli Sigurður Ólafsson, prestur í Neskirkju, búa saman á heimilinu. Hún segir að oftast sé nóg að gera en verkefnin heima fyrir og í vinnunni séu alltaf skemmtileg. „Ég held að ég upplifi mig kannski ekki alveg eins og allir aðrir en ég reyni að ýta fólkinu í kringum mig áfram, reyni svona að taka frekar hlutina í rólegheitunum og svona mjúklega ef það er hægt en ég get alveg sett fótinn niður og þarf að geta gert það í þessu starfi. Ég vel svona A fólk, ég vel fólk sem er betra en ég.“ Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða leikskólakennari þar sem hún er einkabarn. „Ég er bara mikil mamma. Mér finnst gaman að vinna í garðinum og að prjóna. Ég er bara mikill dundari og kannski er það vegna þess að ég átti enginn systkini. Ég er hræðilegur kokkur og bara elda ekki. Maðurinn minn og dóttir mín sjá um það. Ég sé um þrifin og þvottinn á heimilinu.“Hér að neðan má sjá innslagið úr Íslandi í dag frá því í gærkvöldi á Stöð 2.
Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira