Enski boltinn

Luke Shaw á batavegi eftir höfuðmeiðsli

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Shaw hefur byrjað feikivel á tímabilinu
Shaw hefur byrjað feikivel á tímabilinu Vísir/Getty
Luke Shaw, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins segist vera fínn eftir að hafa verið borinn af velli vegna höfuðmeiðsla í leik Englands og Spánar í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.



Shaw var að snúa aftur í enska landsliðið eftir 17 mánaða fjarveru en Shaw hefur verið öflugasti leikmaður Manchester United það sem af er tímabili.

 







Í upphafi seinni hálfleiks lenti Shaw í samstuði við Dani Carvajal, leikmann Spánar og Real Madrid en samstuðið má sjá hér að neðan.



Shaw fékk aðhlynningu í um fimm mínútur en á myndbandinu sést greinilega að Shaw hafi rotast við höggið.



England staðfesti eftir leik að Shaw væri vaknaður en hann þurfti að vera á spítala í nótt.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×