Ungar stúlkur flúðu þegar alskeggjaður maður bauð þeim nammi á Bræðraborgarstíg Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2018 14:21 Atvikið átti sér stað á Bræðraborgarstíg. ja.is Ungur stúlkur forðuðu sér undan manni sem bauð þeim nammi á Bræðraborgarstíg í nærri gatnamótunum við Sólvallagötu í Reykjavík í gær. Faðir annarrar stúlkunnar greindi frá þessum í Vesturbæjarhópnum á Facebook en lögreglan segir engar fleiri tilkynningar hafa borist um manninn sem var lýst og ekki hægt að styðjast við myndefni þar sem engar öryggismyndavélar eru á svæðinu. Bjarni Kristjánsson sagði frá því að sjö ára gömul dóttir hans og átta ára gömul vinkona hennar hefðu verið á gangi á Bræðraborgarstíg þegar maður kom akandi á bifreið, stöðvaði, skrúfaði niður rúðuna og kallaði til þeirra að hann væri með nammi handa þeim. Bjarni sagði að sem betur hefðu stúlkurnar orðið skelkaðar og hlaupið í felur á bak við nærliggjandi bifreið. Bjarni segir manninn hafa bakkað bifreiðinni og reynt að sjá hvert stúlkurnar fóru en ók svo á brott. Dóttir hans sagði manninn hafa verið á stórum bíl, mögulega á stærð við sendibíl, þar sem ökumannshúsið, sem var hvítt, var aðskilið frá aftara húsinu sem var dekkra. Dóttir Bjarna lýsti manninum á milli fimmtugs og sextugs með grátt og nokkuð sítt alskegg. Var maðurinn klæddur í flíspeysu með rennilás og húfu á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa engar fleiri tilkynningar af svipuðu toga borist og þá eru engar öryggismyndavélar á svæðinu til að styðjast við. Bjarni segir í samtali við Vísi að dóttir hans og vinkona hennar hefðu frétt af atviki sem átti sér stað við verslunina Kjötborg í Ásvallagötu í Reykjavík fyrr í ár. Þar kom kona að manni sem var að ræða við tíu ára gamla stúlku um að kaupa hjól hennar. Konan spurði stúlkuna hvort hún þekkti manninn. Þegar stúlkan svaraði því neitandi hljóp maðurinn í burtu. „Þær komust í mikið uppnám og uppgötvuðu þarna að það væru menn til sem væru ekki voðalega góðir. Það var mikil umræða um þetta á heimili og brugðust þær rétt við þegar þær lentu í svipaðri aðstöðu,“ segir Bjarni. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Ungur stúlkur forðuðu sér undan manni sem bauð þeim nammi á Bræðraborgarstíg í nærri gatnamótunum við Sólvallagötu í Reykjavík í gær. Faðir annarrar stúlkunnar greindi frá þessum í Vesturbæjarhópnum á Facebook en lögreglan segir engar fleiri tilkynningar hafa borist um manninn sem var lýst og ekki hægt að styðjast við myndefni þar sem engar öryggismyndavélar eru á svæðinu. Bjarni Kristjánsson sagði frá því að sjö ára gömul dóttir hans og átta ára gömul vinkona hennar hefðu verið á gangi á Bræðraborgarstíg þegar maður kom akandi á bifreið, stöðvaði, skrúfaði niður rúðuna og kallaði til þeirra að hann væri með nammi handa þeim. Bjarni sagði að sem betur hefðu stúlkurnar orðið skelkaðar og hlaupið í felur á bak við nærliggjandi bifreið. Bjarni segir manninn hafa bakkað bifreiðinni og reynt að sjá hvert stúlkurnar fóru en ók svo á brott. Dóttir hans sagði manninn hafa verið á stórum bíl, mögulega á stærð við sendibíl, þar sem ökumannshúsið, sem var hvítt, var aðskilið frá aftara húsinu sem var dekkra. Dóttir Bjarna lýsti manninum á milli fimmtugs og sextugs með grátt og nokkuð sítt alskegg. Var maðurinn klæddur í flíspeysu með rennilás og húfu á höfði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa engar fleiri tilkynningar af svipuðu toga borist og þá eru engar öryggismyndavélar á svæðinu til að styðjast við. Bjarni segir í samtali við Vísi að dóttir hans og vinkona hennar hefðu frétt af atviki sem átti sér stað við verslunina Kjötborg í Ásvallagötu í Reykjavík fyrr í ár. Þar kom kona að manni sem var að ræða við tíu ára gamla stúlku um að kaupa hjól hennar. Konan spurði stúlkuna hvort hún þekkti manninn. Þegar stúlkan svaraði því neitandi hljóp maðurinn í burtu. „Þær komust í mikið uppnám og uppgötvuðu þarna að það væru menn til sem væru ekki voðalega góðir. Það var mikil umræða um þetta á heimili og brugðust þær rétt við þegar þær lentu í svipaðri aðstöðu,“ segir Bjarni.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira