Innlent

Alvarlegt slys þegar bíll fór í Steinsholtsá

Birgir Olgeirsson skrifar
Steinholtsjökull og Steinholtsá.
Steinholtsjökull og Steinholtsá. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt slys varð um hálfþrjúleytið í dag þegar bíll fór í Steinsholtsá við Þórsmörk. Lögregla, björgunarsveitir, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar eru á vettvangi ásamt skálavörðum í Þórsmörk.

Tveir erlendir ferðamenn voru í bifreiðinni og er búið að ná þeim báðum í land. Lögreglan segir ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra á þessari stundu þar sem enn er unnið á vettvangi.

Reglulega gerist það að bílar lenda í vandræðum með að þvera ána sem getur verið straumhörð og vatnsmikil. 

Slysið varð í Steinsholtsá á Þórsmerkurleið. Landakort ehfTengdar fréttir

Fór yfir Steinsholtsá

Fyrsti breytti torfærujeppinn komst yfir Steinsholtsá á Þórsmerkurleið á tíunda tímanum í morgun, en áin verður ófær óbreyttum jeppum eitthvað fram yfir hádegi, að minnsta kosti, að sögn kunnugra.

Björgunarafrekið við Steinsholtsá - myndir

Björgunarsveitamenn á Suðurlandi unnu frækilegt afrek þegar þeir komu þremur mönnum til bjargar í Steinsholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurlandi sem var á vettvangi segir að einn mannanna hafi hangið utan á bifreið mannanna sem sat föst úti í miðri á.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.