Lífið

Furðar sig á „tröllum“ sem vildu hann feigan eftir nauðlendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Post Malone.
Post Malone. Vísir/getty

Bandaríski rapparinn Post Malone segist ósáttur vegna netverja sem „vildu hann feigan“ eftir að nauðlenda þurfti einkaþotu hans í New York-ríki í gær.

Sjá einnig: Einkaþota Post Malone nauðlenti vegna sprunginna dekkja

Rapparinn var á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands þar sem hann hugðist koma fram á tónlistarhátíðum í borgunum Reading og Leeds. Samkvæmt frétt BBC sprungu tvö dekk þotunnar á leiðinni og því var henni nauðlent á New York Stewart-alþjóðaflugvellinum í Newburgh í New York.

Post Malone þakkaði aðdáendum sínum fyrir bænir og góða strauma á Twitter-reikningi sínum þegar vélinni hafði verið lent heilu og höldnu. Hann furðaði sig hins vegar líka á því hversu margir hafi „viljað hann feigan á þessari vefsíðu.“Enginn slasaðist við nauðlendinguna en netverjar fylgdust margir með atburðarásinni á samfélagsmiðlum. Post Malone sagði síðar í samtali við TMZ í gær að hann væri afar feginn að hafa fast land undir fótum.

Rapparinn Post Malone öðlaðist vinsældir árið 2010 með útgáfu plötu sinnar White Iverson. Nýjasta plata hans, Beerbongs & Bentleys, kom út fyrr á þessu ári og náði fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Offramboð á rappi heggur í miðasölu

Sala á tónleika Young Thug í Laugardalshöll var undir væntingum þangað til tveir miðar fengust á verði eins. Tónleikahaldari segir stefna í offramboð á rapptónleikum enda séu margir innlendir og erlendir listamenn að stíga á svið.

Hratt ris hins hvíta Iverson

Hinn 21 árs gamli Post Malone ætlar að spila á Íslandi í sumar. Ferill hans hefur ekki verið ýkja langur en þó hefur hann verið ákaflega stormasamur og leið hans á toppinn á poppfjallinu var ekki löng. Hér verður stiklað á stóru í gegnum tónlistarferil Post Malone.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.