Fór að trúa andstyggilegum aðfinnslum Stjörnustríðsaðdáenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 10:33 Leikkonan Kelly Marie Tran. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Lífið Fleiri fréttir Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Sjá meira
Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09
Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein