Fór að trúa andstyggilegum aðfinnslum Stjörnustríðsaðdáenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 10:33 Leikkonan Kelly Marie Tran. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Sjá meira
Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09
Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48