Fór að trúa andstyggilegum aðfinnslum Stjörnustríðsaðdáenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 10:33 Leikkonan Kelly Marie Tran. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Bandaríska leikkonan Kelly Marie Tran, sem fór með hlutverk Rose Tico í Stjörnustríðskvikmyndinni The Last Jedi, hefur tjáð sig í fyrsta skipti um áreitni sem hún varð fyrir á samfélagsmiðlum.Greint var frá málinu á Vísi á sínum tíma en Tran eyddi öllum færslum af Instagram-reikningi sínum og sagði skilið við samfélagsmiðla vegna stanslausrar áreitni og kynþáttafordóma af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. Tran er af víetnömskum uppruna. Tran skrifar um reynslu sína í pistli sem birtist á vef dagblaðsins The New York Times. Hún segir andstyggileg skilaboð frá Stjörnustríðsaðdáendum hafa vakið upp óöryggi, sem hún fann einkum fyrir á æskuárunum, vegna uppruna síns. Hún hafi jafnframt fljótlega farið að trúa því sem stóð í skilaboðunum, sem flest beindust að útliti hennar og kynþætti. „Orð þeirra renndu stoðum undir orðræðu sem ég hafði heyrt alla ævi: að ég tilheyrði „hinum“, að ég ætti hvergi heima, að ég væri ekki nógu góð, aðeins vegna þess að ég var ekki eins og þau. Og ég átta mig á því núna að sú tilfinning var, og er, skömm,“ skrifar Tran.Kelly Marie Tran í hlutverki Rose Tico í kvikmyndinni The Last Jedi.Vísir/AFPHún segir þetta viðhorf vestræns samfélags gera það að verkum að fólk af erlendum uppruna „eyði menningu sinni“, og það harmar hún mjög. „Ég byrjaði að kenna sjálfri mér um það. Ég hugsaði, „Æ, kannski ef ég væri grennri“ eða „Kannski ef ég safnaði hári“ og, hið allra versta, „Kannski ef ég væri ekki asísk“.“ Tran lýkur þó pistlinum með því að líta björtum augum fram á veginn og segist ætla að vinna hörðum höndum að því að gera samfélagið hliðhollara jaðarhópum. „Þið þekkið mig kannski sem Kelly. Ég er fyrsta konan sem ekki tilheyrir hinum hvíta meirihluta [e. woman of color] sem leikur aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd. Ég sat fyrir á forsíðu Vanity Fair fyrst asískra kvenna. Skírnarnafn mitt er Loan. Og ég er rétt að byrja.“ Pistil Tran má lesa í heild hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00 Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09 Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Búist við að jakki Harrison Ford seljist á 140 milljónir Jakki sem Harrison Ford klæddist árið 1980 við gerð Stjörnustríðsmyndar mun seljast á 140 milljónir á uppboði. 1. ágúst 2018 23:00
Stanslaust áreiti aðdáenda hrakti Stjörnustríðsleikkonu af Instagram Talið er að Tran hafi sagt skilið við miðilinn vegna ítrekaðs áreitis og kynþáttafordóma í hennar garð af hálfu aðdáenda Stjörnustríðsmyndanna. 6. júní 2018 11:09
Leikstjóri The Last Jedi eyðir 20 þúsund gömlum tístum og vekur upp samsæriskenningar Í kjölfar fregnanna hófu netverjar að velta því fyrir sér hvort Twitter-tiltekt Johnson tengdist brottrekstri leikstjórans James Gunn. 26. júlí 2018 22:48