Enski boltinn

Nýtt fingrafagn frá Dele Alli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dele Alli.
Dele Alli. Mynd/Skjámynd/Snapchat/Dele Alli.
Dele Alli er með frábæra fætur fyrir fótboltann en fingraleikni hans er líka farin að vekja heimsathygli.

Tottenham maðurinn kom nefnilega af stað nýju æði á dögunum þegar hann fagnaði fyrsta marki sínu á tímabilinu með sérstakri fingra-kveðju.





Dele Alli er að hefja sitt fjórða tímabil í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann hefur þegar skorað 38 sinnum í deildinni fyrir Tottenham-liðið og spilaði sinn 30. A-landsleik fyrir England á HM í Rússlandi í sumar.

Síðan Dele Alli kynnti fingrafagnið sitt fyrir heiminum hafa margir verið uppteknir við að ná að leika það eftir.

Það er eitt að finna út hvernig á að gera það og annað að fá síðan stirða fingur til að hlýða.

Dele Alli er aftur á móti ekki fastur í fortíðinni og er strax búinn að finna upp nýtt fingrafagn eins og sjá má hér fyrir neðan.





Nú er bara spurningin er þetta erfiðara eða léttara en hitt?














Fleiri fréttir

Sjá meira


×