Enski boltinn

Yaya Toure stóðst læknisskoðun í London

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sagan segir að Toure og Pep Guardiola hafi ekki verið vel til vina
Sagan segir að Toure og Pep Guardiola hafi ekki verið vel til vina vísir/getty
Yaya Toure er við það að ganga til liðs við nýtt félag eftir að hafa yfirgefið Manchester City í sumar. Umboðsmaður hans sagði þetta á Twitter í gær.

Toure varð Englandsmeistari með City síðasta vor. Samningur hans rann út í sumar og var ekki endurnýjaður, svo hann er án liðs eins og stendur. Það virðist þó vera yfirvofandi breyting á því ef marka má orð umboðsmanns hans á Twitter.



Umboðsmaðurinn Dimitry Seluk sagði „Yaya Toure hefur staðist læknisskoðun í London. Hann er nálægt því að skrifa undir nýjan samning.“ Hann bætti við öðru tísti þar sem hann tók fram að nýja félagið væri ekki West Ham.



Sögusagnir voru um það í West Ham ætlaði að bjóða í miðjumanninn en Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, hafði áður útilokað að Toure kæmi til félagsins.



Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn sé lokaður þá getur Toure enn samið við úrvalsdeildarlið því hann er samningslaus.



Toure á þrjá Englandsmeistaratitla með Manchester City, spilaði 315 leiki fyrir liðið og skoraði 79 mörk á átta árum hjá félaginu.

 








Tengdar fréttir

Toure: Pep var andstyggilegur við mig

Fyrrum miðjumaður Man. City, Yaya Toure, segir að stjóri City, Pep Guardiola, komi ekki eins fram við afríska leikmenn og aðra í hans liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×