Enski boltinn

Lampard vill mæta Chelsea í bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lampard er goðsögn í augum flestra stuðningsmanna Chelsea.
Lampard er goðsögn í augum flestra stuðningsmanna Chelsea. Vísir/Getty
Frank Lampard stýrir liði Derby í ensku 1. deildinni. Derby vann öruggan sigur á Hull í enska deildarbikarnum í gærkvöld og vonast Lampard eftir því að dragast gegn gömlu félögum hans í Chelsea.

Derby vann 4-0 sigur í leik þar sem bæði lið hvíldu marga af sínum bestu mönnum en þau mætast aftur um helgina í deildinni. Florian Jozefzoon skoraði tvörk fyrir Derby, Martyn Waghorn og Mason Mount gerðu sitt markið hvor.

Stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni koma inn í deildarbikarinn í næstu umferð. Lampard sagðist vilja mæta sínu gamla liði Chelsea, hann spilaði fyrir félagið í 13 ár.

„Stóru strákarnir eru að koma inn í þetta sem verður prófraun fyrir okkur. Þetta er keppni sem við viljum gera vel í. Það er augljóst að spurja mig út í að mæta Chelsea. Það væri skemmtilegt. Upp á rómantíkina væri Chelsea góður andstæðingur,“ sagði Lampard eftir sigurinn í gær.

Lampard hefur farið ágætlega af stað með Derby, eftir fimm leiki er liðið með níu stig í sjötta sæti Championship deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×