Íslenski boltinn

Ágúst: Sýndum mikinn karakter

Þór Símon skrifar
Ágúst er að gera góða hluti í Kópavoginum.
Ágúst er að gera góða hluti í Kópavoginum. vísir/daníel
„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur. Áttum erfiðan fyrsta hálftíma þar sem við héldum boltanum illa og Víkingar áttu skilið að komast yfir,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, eftir erfiðan 3-2 sigur gegn Víkingum í Víkinni í kvöld.



Breiðablik lenti 1-0 undir og áttu erfitt uppdráttar gegn hungruðum Víkingum sem sýndu klærnar í kvöld en Breiðablik náði svo forystunni með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla.



„Það kemur einhver rosalegur kraftur í okkur og við skorum tvö með stuttu millibili. Sýndum mikinn karakter og fórum með það í seinni hálfleik og skoruðum þriðja,“ sagði Ágúst en þrátt fyrir að vera með tveggja marka forystu voru úrslitin ekki alveg ráðin er Víkingar minnkuðu muninn með marki Nikolaj Hansen úr vítaspyrnu.



„Það fór smá um mann þegar þeir minnkuðu muninn í 3-2. En við sigldum þessu heim og fengum gríðarlega mikilvægan sigur í toppbaráttunni.“



Annað mark Breiðabliks var skrautlegt með meiru er mikill misskilningur var á milli varnarmanns Víkinga, Gunnlaugs Fannars, og markvarðarins, Andreas Larsen, sem leiddi til þess að Willum Þór skoraði í autt mark Víkinga og kom Breiðablik í forystu. Ágúst segir sína menn af sjálfsögðu þyggja öll sambærileg mistök hjá andstæðingum sínum.



„Við tökum því fegins auðvitað. En við skoruðum líka úr tveimur föstum leikatriðum sem var mjög sætt,“ sagði Ágúst sem er strax farinn að einbeita sér að næsta leik Blika sem er í undanúrslitum Mjólkurbikarsins er liðið fær 1. deildar lið Víkings Ólafsvíkur í heimsókn.



„Við „tjösslum“ liðinu aðeins saman fyrir þann leik og sjáum hvernig staðan er á mönnum. Ætlum okkur í bikarúrslitin.“



Breiðablik er nú á toppnum með á toppnum með 34 stig eftir 16. umferðir en bæði Valur og Stjarnan sem fylgja fast á eftir eiga leik til góða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×