Leikurinn gengur út á það að þú átt að fá aðilann á móti þér til að giska á rétt orð. Í þessu tilfelli eftirnafn. Leikarinn Tim Meadows sat á móti Kaufman og til að tryggja sér 50 þúsund dollara varð Meadows að giska á eftirnafnið Obama.
Kaufman má ekki segja orðið en til að mynda mætti hann segja Barack og þá myndi Meadows líklega segja orðið Obama.
Evan Kaufman tók aftur á móti upp á því að segja Bin Laden og eftir það mátti heyra saumnál detta í salnum. Twitter-notandinn @bobby dreifir klippu á Twitter þar sem má sjá þessi ótrúlega óheppilegu mistök.
Hann ruglar saman Osama Bin Laden og Barack Obama.
choking on my own tongue. pic.twitter.com/9VtRysTXEL
— bobby (@bobby) August 13, 2018