Hafa rætt við Hamrén Ingvi Þór skrifar 3. ágúst 2018 06:15 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur rætt við Svíann Erik Hamrén um að taka við þjálfun íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Leitin að nýjum landsliðsþjálfara hefur staðið yfir síðan Heimir Hallgrímsson tilkynnti að hann væri hættur um miðjan síðasta mánuð. Fótbolti.net greindi fyrst frá því að KSÍ hefði átt í viðræðum við Hamrén. Í frétt vefmiðilsins kom fram að viðræðurnar væru langt á veg komnar. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að viðræður við Hamrén hafi átt sér stað. „Við höfum rætt við Erik Hamrén,“ sagði Guðni en vildi ekki tjá sig nánar um hversu langt viðræðurnar væru komnar. Hann sagði þó að Hamrén væri ekki sá eini sem KSÍ hefði rætt við um að taka við landsliðinu. „Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri,“ sagði Guðni. Hamrén, sem er 61 árs, þjálfaði sænska landsliðið á árunum 2009-16. Hann tók við þjálfun þess af Lars Lagerbäck sem stýrði seinna íslenska landsliðinu ásamt Heimi með frábærum árangri. Undir stjórn Hamréns komst Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Sænska liðið vann 45 af 83 leikjum sínum með Hamrén við stjórnvölinn. Auk þess að hafa verið landsliðsþjálfari Svíþjóðar hefur Hamrén stýrt félagsliðum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku á 30 ára þjálfaraferli. Hann gerði AaB að dönskum meisturum 2008 og Rosenborg að Noregsmeisturum 2009 og 2010. Þá gerði hann bæði AIK og Örgryte að bikarmeisturum í Svíþjóð á sínum tíma. Hamrén hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með sænska landsliðið eftir EM í Frakklandi 2016. Á morgun eru fimm vikur í næsta leik íslenska landsliðsins. Það mætir þá Sviss í St. Gallen í fyrsta leik sínum í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Guðni vonast til að ráða nýjan landsliðsþjálfara áður en langt um líður. „Ég vona að það verði fljótlega. En fæst orð bera minnsta ábyrgð í þessu,“ sagði formaðurinn að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira