Guðrún Brá vann í fyrsta skipti og Axel náði að verja titil sinn Hjörvar skrifar 30. júlí 2018 06:00 Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingar úr Golfklúbbnum Keili, með sigurlaunin. Mynd/GSÍ Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn