Guðrún Brá vann í fyrsta skipti og Axel náði að verja titil sinn Hjörvar skrifar 30. júlí 2018 06:00 Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingar úr Golfklúbbnum Keili, með sigurlaunin. Mynd/GSÍ Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira