Enski boltinn

Klopp: Lovren hefur rétt fyrir sér

Dagur Lárusson skrifar
Dejan Lovren.
Dejan Lovren. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að Dejan Lovren sé án vafa einn af bestu varnarmönnum í heiminum í dag.

 

Dejan Lovren vakti mikla athygli í vikunni þegar hann sagði í viðtali að hann væri einn besti varnarmaður í heimi en mikið af fólki vill meina að það sé algjört rugl hjá honum.

 

Stjóri hans, Jurgen Klopp, er þó ekki einn af þeim heldur tók hann undir þessi orð Lovren.

 

„Já, það væri auðvitað betra ef einhver annari hafi sagt þetta, en ekki hann sjálfur. En þetta er samt rétt.“

 

„Fólk hugsar ekki almennilega út í þetta, en ef þú ferð út í smáatriðin þá ætti það ekki að koma á óvart að Króatía sé komið í úrslitaleikinn. Þeir eru ekki með heimsklassa bakverði, en samt sem áður fá þeir varla mark á sig.“

 

„Þeir eru mjög sóknarsinnaðir á miðjunni með Modric, Rakitic og Kovacic og þess vegna verður einhver að sjá um jafnvægið milli varnar og sóknar og Dejan er stór partur af því.“

 

„Hann var í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir okkur og fyrir þremur árum var hann í úrslitum Evrópudeildarinnar fyrir okkur. Já ég veit að hann vann þetta ekki, en í úrslitaleiknum núna í maí sá ég ekki tvo betri varnarmenn en hann, bara tvo miskunnarlausri.“

 

Dejan Lovren verður í eldlínunni í dag þegar Króatar mætar Frökkum í úrslitaleik HM.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×