Stórbýli sem Katla eyddi grafið upp úr sandinum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2018 22:00 Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur við bæjarrústirnar á Mýrdalssandi. Hér afhjúpast eyðingarmáttur Kötlu, sem sést í baksýn. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Fornleifafræðingar grafa nú upp fornt stórbýli á Mýrdalssandi sem talið er að hafi eyðst fyrir sexhundruð árum af völdum Kötluhlaupa. Vonast er til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands en talið er að Katla hafi eytt blómlegum byggðahverfum sem fyrrum voru á sandinum. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Staðurinn er um 25 kílómetra austan við Vík, og um 6 kílómetrum neðan þjóðvegarins um Mýrdalssand, milli Hjörleifshöfða og Álftavers, og er nefndur Arfabót. Þar fer Bjarni F. Einarsson fyrir hópi fornleifafræðinga. „Við erum að grafa upp eyðibýli sem fór í eyði einhverntímann í byrjun 15. aldar og hefur síðan gjörsamlega gleymst. Við erum rétt að byrja en þetta er annað sumar rannsókna,” segir Bjarni.Bjarni sýnir fjósið sem komið er í ljós.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Undan sandinum er farin að birtast bæjarmynd. Bjarni sýnir okkur lítið fjós, en með óvenju breiðum flór, og með hlöðu inn af. Hann kveðst raunar viss um að annað fjós finnist. Þetta hafi verið stórbýli, þar sem kannski 15-20 manns bjuggu. Það merkir hann meðal annars af stóru búri. Heimildir eru um að fyrr á öldum hafi verið mikil byggð þar sem nú er eyðisandur. „Það gætu hafa verið hér 25 býli sem meira og minna eru öll horfin.”Fornleifafræðingarnir rannsaka hér óvenju stórt búr, sem bendir til að þetta hafi verið stórbýli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Bjarni telur þó að það hafi ekki verið eitt hamfarahlaup sem eyddi byggðinni heldur sandburður sem fylgdi flóðum og spillti grasi. „Þannig að það eru ekki hamfarir sem slíkar sem eyða þessum bæ heldur afleiðingar fjölmargra gosa, sem hafa riðið yfir byggðina aftur og aftur. Og ekkert víst að bæirnir hafi allir farið í eyði samtímis. Mér finnst það frekar ólíklegt.” Bjarni vonast til að rannsóknin verði innlegg í hamfarasögu Íslands, sem hann segir nánast órannsakaða. „Hvaða áhrif hafa gos almennt á Íslandi valdið? Bæði á verkmenningu, efnismenningu og andlega menningu? Ég vona að Arfabót varpi einhverju ljósi á þann þátt,” segir Bjarni F. Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Stórhýsi fundið sem talið er rústir Þykkvabæjarklausturs Rústir Þykkvabæjarklausturs eru taldar fundnar. Íslenskir og breskir fornleifafræðingar sáu með jarðsjá í gær leifar mjög stórrar byggingar í Álftaveri. 6. maí 2015 20:00