Tónlist

Frændi Michael Jackson ósáttur við Drake

Bergþór Másson skrifar
Drake á sviði í Glasgow.
Drake á sviði í Glasgow. Vísir/Getty
Kanadíski rapparinn Drake gaf út sína fimmtu plötu, Scorpion, síðastliðinn föstudag. Áður óútgefinn söngur Michael Jacksons á plötunni hefur vakið mikla athygli. Fyrir flestum er það fagnaðarefni að fá að heyra nýja tónlist frá konungi poppsins, nema frænda Jacksons, sem er ósáttur við útgáfuna.

Sjá einnig:

Drake slær sölumet og Michael Jackson hjálpar frá gröfinni.

Systursonur Jacksons, Austin Brown, tjáir sig um málið í viðtali við slúðurmiðilinn TMZ.

„Mér finnst bara, ef að hann kláraði lagið ekki, þá ættirðu ekki að nota það. Ég ber virðingu fyrir listamanninum en mér líður eins og það sé bara ekki í lagi að nota söng annara manna og breyta þeim.“

Hér má sjá umrætt viðtal við son Rebbie Jackson, söngkonu, og elstu systur Jacksons.


Tengdar fréttir

Joe Jackson er látinn

Joe Jackson, faðir tónlistarmannanna Michael og Janet Jackson, er látinn, 89 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×