Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. júlí 2018 15:30 Daniel Cormier þegar hann varði titilinn sinn síðast. Vísir/Getty Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira
Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira