Fótbolti

Ensku miðlarnir gera grín að Þjóðverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
The Sun slær sem dæmi upp þýsku sögninni "Schadenfreude“
The Sun slær sem dæmi upp þýsku sögninni "Schadenfreude“ Mynd/The Sun
Heimsmeistarar Þjóðverja eru úr leik á HM í fótbolta í Rússlandi og engir virðast hafa meira gaman af því en einmitt Englendingar.

HM í Rússlandi 2018 verður fyrsta heimsmeistarakeppnin í meira en hálfa öld þar sem enska landsliðið endar ofar en það þýska eða síðan að Englendingar urðu heimsmeistarar 1966 eftir sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik.

Enska landsliðið hefur skorað átta mörk í keppninni og er komið áfram fyrir fyrsta leik. Þjóðverjar töpuðu tveimur af þremur leikjum sínum, skoruðu bara tvö mörk í allri keppninni og voru aðeins yfir í eina mínútu samtals á 270 mínútum sínum á HM 2018.

Þær eru nokkrar skrautlegar ensku forsíðurna í morgun þar sem ensku blaðamennirnir hæðast og hlæja að óförum Þjóðverja.

The Sun slær sem dæmi upp þýsku sögninni „Schadenfreude“ sem þýðir að gleði yfir óförum annarra. Baksíðan er líka annað skot út frá lokastöðunni í riðlinum þar sem Þjóðverjarnir enduðu neðstir. Lokastaðan myndar þekkt blótsyrði.

The Times er síðan með mjög fyndna forsíðu í kringum myndina af því þegar Kóreumaðurinn Son Heung-min innsiglaði sigur sinna manna með því að skora í autt markið. Fyrirsögnin er „Day the Germans just disappeared“ eða „Dagurinn sem Þjóðverjarnir bara hurfu“.

Metro notar fyrir sögnina „Out Wiedersehen“ með vísun í „Auf Wiedersehen“ sem er almenn kveðja og þýðir „vertu blessaður“.

Þýsku miðlarnir lýsa sjokki sínu vel. Bild slær upp fyrirsögninni „Ohne Wortr“ eða „Fundum engin orð“.

Hér fyrir neðan er dæmi um nokkrar þessara forsíðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×