Lífið

Lokaþátturinn: Emmsjé Gauti fór á hliðina á kajak

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur verið á fleygiferð um landið ásamt félögum sínum þar sem hann heldur tónleika víða. Gengið hélt 13 tónleika á 13 dögum.

Gauti hefur fest tónleikaferðina á filmu og unnið upp úr efninu myndbandsdagbækur sem hafa verið birtar hér á Vísi.

Á þrettánda og síðasta degi tónleikaferðarinnar fór Gauti og fylgdarlið hans á Rif. 

Þeir skelltu sér saman á kajak og gekk það ekki betur en svo að Emmsjé Gauti fór á hliðina eftir aðeins nokkrar sekúndur í vatninu. Lokatónleikarnir fóru vel eins og sjá má hér að neðan.

„Það eru blendnar tilfinningar að enda túrinn. Þetta var ógeðslega gaman en á sama tíma gott að vera kominn heim,“ segir Gauti og bætir við: „Næst á dagskrá er síðan bara að koma Hagavagninum í gang og klára plötu í næstu viku.“

Hér að neðan má sjá nýtt myndband við lagið Eins og ég sem þeir skutu á ferð sinni um landið.


Tengdar fréttir

Prinsinn krýndi Gauta konung kvöldsins

Næsti viðkomustaður Gauta á hringferð hans um landið var konungshöllin á Karlsstöðum í Berufirði þar sem Prins Póló og eiginkona hans ráða ríkjum.

Borgarar og bekkpressa á Akureyri

Tónleikaferðalag Emmsjé Gauta, þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum víðsvegar um landið heldur áfram. Nú er komið að höfuðstað norðurlands, Akureyri.

Fengu himnasendingu frá Dóra

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum.

JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×