Lífið

Gauti og félagar fengu sér ískaldan Flajito í Flatey

Birgir Olgeirsson skrifar
Félagarnir sögðu að þetta væri besti Flajito sem þeir hefðu smakkað.
Félagarnir sögðu að þetta væri besti Flajito sem þeir hefðu smakkað.

Rapparinn Emmsjé Gauti er á fleygiferð um landið ásamt félögum sínum þar sem hann heldur tónleika víða.

Gauti hefur fest tónleikaferðina á filmu og unnið upp úr efninu myndbandsdagbækur sem hafa verið birtar hér á Vísi.

Á tólfta degi tónleikaferðarinnar fór Gauti og fylgdarlið hans til Flateyjar í Breiðafirði og átti von á góðum gesti, tónlistarmanninum Daða Frey. 

Gauti fékk að spreyta sig á traktor í Flatey og gistu í Flatey Hótel sem er rekið í húsi sem byggt var árið 1890.

Rapparinn sagði að ef hann fengi þrjár óskir þá myndi hann nýta eina þeirra til að eignast hús í Flatey en honum var tilkynnt á þeirri stundu að hann þyrfti eiginlega að ganga í hjónaband með einhverjum í Flatey til að eiga möguleika á að eignast hús þar.

Félagarnir kíktu út á Hólmsklett til að ná myndefni fyrir tónlistarmyndband og var Gauti skilinn einn eftir á klettinum á meðan dróna var flogið í kringum hann.

Þá gæddu drengirnir sér á Flajito, sem er rabarbara mojito sem blandaður er í Flatey. Um er að ræða blöndu af rabarbara, skessulaufi, púðursykri, súraldin og engiferöli.

Flatey er ekki stór byggð og tóku félagarnir þá ákvörðun að ganga á milli húsa til að auglýsa tónleikana sína um kvöldið. 


Tengdar fréttir

Fengu himnasendingu frá Dóra

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum.

Borgarar og bekkpressa á Akureyri

Tónleikaferðalag Emmsjé Gauta, þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum víðsvegar um landið heldur áfram. Nú er komið að höfuðstað norðurlands, Akureyri.

JóiPé og Króli „handteknir“ á Blönduósi

Rapparinn Emmsjé Gauti heldur áfram hringferð sinni um landið þar sem hann spilar 13 tónleika á 13 dögum. Samhliða því koma út daglegir netþættir frá túrnum en neðst í fréttinni má sjá áttunda þáttinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.