Enski boltinn

Samherji Birkis hjá Villa eftirsóttur af stórum félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grealish fagnar marki ásamt Birki á síðasta tímabili.
Grealish fagnar marki ásamt Birki á síðasta tímabili. vísir/getty
Jack Grealish, samherji Birkis Bjarnasonar hjá Aston Villa, er eftirsóttur og Tottenham er sagt nú þegar hafa boðið í miðjumanninn.

Sky Sports fréttastofan greinir frá því að Tottenham hafi boðið fimmtán milljónir punda í miðjumanninn en Tottenham er ekki sagt eina liðið sem er áhugasamt.

Chelsea, Fulham og Leicester eru öll sögð áhugasöm að fá Grealish í sínar raðir en hann er ekki nema 22 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Aston Villa.

Aston Villa ku vera í fjárhagsvandræðum og gætu neyðst til að láta Grealish fara en þeir töpuðu í úrslitaleiknum um laust sæti í úrvaldsdeildinni gegn Fulham.

Villa er þó sagt meira áhugasamt um að selja Grealish til Chelsea. Þar gætu þeir fengið meira fyrir Grealish auk þess sem Chelsea er sagt reiðubúið að lána Grealish aftur til Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×