Sport

Búrið: Þetta fór aðeins úr böndunum hjá Conor og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar segir að Conor sé farinn að hugsa um næsta bardaga.
Gunnar segir að Conor sé farinn að hugsa um næsta bardaga.

Gunnar Nelson er gestur í Búrinu á Stöð 2 Sport í kvöld og í þættinum var hann spurður út í hegðun vinar síns, Conor McGregor, í New York á dögunum þar sem hann gekk af göflunum og var að lokum handtekinn.

„Hann tók þetta skemmtilega rant þarna í New York sem fór ekki fram hjá neinum. Þeir slógu Artem vin okkar beggja í höfuðið og það fór helvíti illa í mannskapinn,“ segir Gunnar en hann er þar að tala um Artem Lobov sem fékk ekki að berjast þetta kvöld út af sínum þætti í uppþoti Conors.

„Þá ákveða þeir að fljúga þarna yfir og misstu sig aðeins.“

Gunnar segist hafa heyrt í Íranum skrautlega eftir þessa ótrúlegu uppákomu.

„Þetta kannski fór aðeins úr böndunum en ég held að hann sé búinn að jafna sig á þessu og er að horfa á að taka á Khabib inn í búrinu.“

Búrið er á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.


Tengdar fréttir

Sjáðu Conor í handjárnum

Conor McGregor var leiddur út af lögreglustöð í Brooklyn í handjárnum rétt áðan og í dómssal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.