Íbúar í Stigahlíð áhyggjufullir yfir aðbúnaði í húsi fyrir hælisleitendur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. júní 2018 19:45 Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglan hefur á undanförnum mánuðum þurft ítrekað að hafa afskipti af íbúum í húsi við Stigahlíð, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar. Í húsinu búa á annan tug hælisleitenda en íbúar í Stigahlíð hafa áhyggjur af aðbúnaði þeirra og öryggi í hverfinu.Síðast í gærkvöldi voru lögregla og sérsveit kölluð til að húsinu en um er að ræða tímabundið búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Allt að sextán einstaklingar dvelja í húsinu í senn sem Reykjavíkurborg er með á leigu. „Það vildi þannig til að ég var akkúrat að koma heim og lenti á eftir tveimur ómerktum sérsveitarbílum og á undan einum venjulegum lögreglubíl og það hafði verið maður handtekinn hérna sem að vitni sá svo til að hafði verið með eitthvað langt eggvopn,” segir Jón Ævar Pálmason, íbúi í hverfinu. Lögregla hefur litlar upplýsingar viljað veita um atvikið í gær en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg handtók lögregla þrjá einstaklinga og hefur verið óskað eftir því við útlendingastofnun að taka við vinnslu þeirra mála. Að sögn Jóns Ævars er þetta ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur verið kölluð til að húsinu.Hafa valdið usla í hverfinu „Upplýsingarnar sem við fengum voru að íbúum væri ekki hætta búin en auðvitað stendur okkur ekki á sama þegar að svona gerist því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í þessari annars rólegu íbúagötu,” segir Jón Ævar. Samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg annast öryggisfyrirtæki eftirlit þrisvar sinnum á sólarhring auk þess sem starfsmenn komi reglulega við og veiti íbúum ráðgjöf og stuðning. Nágrannar telja að huga þurfi betur að öryggi og aðbúnaði við húsið, bæði í þágu íbúa hússins sem og íbúa hverfisins. Íbúar hafa komið ábendingum á framfæri við borgaryfirvöld og umboðsmann borgarbúa. Borgin hefur haldið fund með íbúum en lítið hefur þó verið um svör að sögn Jóns Ævars. „Okkur finnst svona örlítið skjóta skökku við að allt í einu poppar upp tuttugu manna gistiheimili hérna sem að Reykjavíkurborg rekur og við skiljum auðvitað mæta vel að það þarf að hlúa vel að því fólki sem að er hýst í húsinu en við höfum bara upplifað dæmi um það að þarna hafa verið aðilar sem hafa ekki fengið viðeigandi heilbrigðisþjónustu og valdið usla í hverfinu,” segir Jón Ævar. Þess má geta að Reykjavíkurborg hefur boðað til fundar með íbúum vegna málsins á morgun.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira