Sport

Kolbeinn búinn að vinna tíu bardaga í röð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolbeinn brattur eftir bardagann.
Kolbeinn brattur eftir bardagann.
Atvinnuhnefaleikmaðurinn Kolbeinn Kristinsson heldur áfram að klífa metorðalistann í hnefaleikaheiminum en um síðustu helgi vann hann sinn tíunda bardaga í röð.

Þetta var ekki bara tíundi sigurinn í röð heldur hefur Kolbeinn einfaldlega unnið alla sína atvinnumannabardaga. Magnaður árangur.

Fórnarlamb hans að þessu sinni var vonarstjarna Finna, Gadi Mentsikainen, en barist var í heimabæ hans, Lahti.

Heimavöllurinn hafði ekkert að segja því Kolbeinn sigraði örugglega á stigum eftir sex lotu bardaga. Kolbeinn sló Finnann niður í fjórðu lotu en hann náði að stíga aftur upp og klára bardaga.

„Þetta voru sex harðar lotur og hann tók við nokkrum mjög þungum höggum og á mikinn heiður skilinn fyrir að halda áfram. Tíundi bardaginn er auðvitað mikill áfangi, en sú tala mun bara hækka því ég er rétt að byrja,“ segir Kolbeinn brattur í fréttatilkynningu.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×