Sport

Öruggur sigur Usman á Maia

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Usman með beina vinstri gegn Maia.
Usman með beina vinstri gegn Maia. Vísir/Getty

UFC var með bardagakvöld í Síle í nótt þar sem þeir Kamaru Usman og Demian Maia mættust í aðalbardaga kvöldsins. Usman var ekki í miklum vandræðum með Maia yfir loturnar fimm.

Kamaru Usman fór með sigur af hólmi í aðalbardaga kvöldsins en sigurinn var mjög öruggur hjá Usman. Usman náði að halda bardaganum standandi allan tímann og varðist öllum 15 fellutilraunum Maia. Bardaginn var nokkuð einhliða og því lítil spenna í seinni lotum bardagans.

Usman lofaði fyrir bardagann stórkostlegri frammistöðu en þó sigurinn hafi verið býsna öruggur er Usman enn á ný gagnrýndur fyrir að klára ekki bardaga sína. Usman hefur unnið alla átta bardaga sína í UFC en bara klárað tvo af þeim.

Bardagakvöldið í heildina var mjög skemmtilegt en Tatiana Suarez var snögg að klára Alexa Grasso í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Suarez kláraði Grasso með hengingu eftir tæpar þrjár mínútur og er að stimpla sig inn sem líklegur áskorandi í strávigt kvenna.

Á vef MMA Frétta hér má sjá öll úrslit kvöldsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.