Erfitt verkefni framundan hjá Demian Maia í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. maí 2018 17:30 Maia og Usman í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2. MMA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira