Sport

Búrið: Sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson.

Það er komið tæpt ár síðan Gunnar Nelson var rotaður í fyrsta skipti á ferlinum en hann var þá að berjast við augnapotarann Santiago Ponzinibbio. Gunnar dauðlangar að berjast aftur við Argentínumanninn.

„Ég var ekkert lengi þannig að jafna mig á þessu tapi en auðvitað var þetta ömurlegt. Þetta var eins og þetta var. Maður fer bara aftur í gymmið og það er langt síðan ég hætti að velta mér eitthvað frekar upp úr þessu,“ segir Gunnar í Búrinu, sem er UFC-þáttur Stöðvar 2 Sports, en Gunnar vill þó ólmur fá að svara fyrir sig eftir allt augnapotið sem hann fékk síðast frá Argentínumanninum.

„Ég væri auðvitað mikið til í að fá annan séns á að taka í þennan skratta þarna. Mig hefur sjaldan langað jafn mikið til þess að berja einhvern eins og Santiago. Ég get alveg sagt þér það. Þegar ég horfði aftur á bardagann þá sá ég hvað hafði gerst og hversu oft hann potaði í augun á mér. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta hefði verið viljandi sem gefur augaleið.“

Búrið er á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld.


Tengdar fréttir

Gunnar: Ég varð gráðugur

Gunnar Nelson var svekktur út í sjálfan sig er Vísir hitti hann eftir bardagann gegn Santiago Ponzinibbio í Glasgow.

Ponzinibbio rotaði Gunnar

Frábærlega heppnuðu bardagakvöldi í Glasgow er lokið þar sem Gunnar Nelson varð að sætta sig við mjög svekkjandi tap gegn Santiago Ponzinibbio.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.