Erfitt verkefni framundan hjá Demian Maia í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. maí 2018 17:30 Maia og Usman í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2. MMA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Demian Maia mætir Kamaru Usman í kvöld í aðalbardaga kvöldsins á UFC kvöldi í Síle. Hinn fertugi Maia á erfitt verkefni í vændum og reikna fáir með sigri hjá honum. Þetta verður í fyrsta sinn sem UFC heldur bardagakvöld í Suður-Ameríku utan Brasilíu en upphaflega átti Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio að vera í aðalbardaga kvöldsins. Þegar augnpotarinn umdeildi meiddist á þumalfingri kom Brasilíumaðurinn Demian Maia í hans stað með fjögurra vikna fyrirvara. Demian Maia hefur tapað tveimur bardögum í röð og telja veðbankar að þriðja tapið í röð komi að öllum líkindum í kvöld. Síðustu tvö töp komu gegn þeim Tyron Woodley og Colby Covington en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera sterkir glímumenn úr ólympískri glímu. Kamaru Usman er einnig fær glímumaður með bakgrunn í ólympískri glímu. Usman hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og hefur enginn einu sinni reynt það! Maia verður að ná bardaganum niður til að eiga möguleika á sigri. Demian Maia er 19-2 á ferli sínum í UFC þegar hann nær að minnsta kosti einni fellu. Stærsti möguleiki hans verður í upphafi bardagans og ef hann nær fellunni snemma á hann fínan möguleika á sigri. Usman mun reyna hvað hann getur til að halda bardaganum standandi og klára með rothöggi. Þó Usman reyni yfirleitt að taka sína andstæðinga niður veit hann að það er hættulegur leikur gegn Maia. Usman er hættulegri en Maia í standandi viðureign og þar mun hann vilja halda bardaganum. UFC bardagakvöldið í kvöld verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 2.
MMA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira