Sport

Fyrrum leikmaður Packers myrtur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Gray.
Carlos Gray.

Fyrrum varnarmaður NFL-liðsins Green Bay Packers, Carlos Gray, var myrtur á heimili sínu í Alabama í gær.

Gray var skotinn til bana en morðið er talið tengjast átökum í fíkniefnaheiminum. Á heimili Gray fundust skotvopn, talsvert magn af  maríjúana og vigtir. Gray hafði áður komist í kast við lögin vegna fíkniefnamála.

Í morgun var svo tveimur mönnum rænt en það mál er sagt tengjast morðinu á Gray.

„Það er mikil vinna eftir en við munum komast til botns í þessu. Á endanum mun það koma í ljós að þetta snýst allt um fíkniefni og peninga,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.