Sport

Rio fékk ekki hnefaleikaleyfi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio er ekki að fara að rota neinn á næstu dögum.
Rio er ekki að fara að rota neinn á næstu dögum. vísir/getty
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Rio Ferdinand, er hundfúll eftir að hafa fengið synjun á umsókn sinni um að gerast atvinnumaður í hnefaleikum.

Hinn 39 ára gamli Ferdinand lagði skóna á hilluna árið 2015 en byrjaði hnefaleikaferil sinn í september. Hnefaleikasamband Bretlands vill samt ekki veita honum leyfi til þess að keppa sem atvinnumaður.

„Því miður þá þarf ég að hengja upp hanskana. Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki tækifæri til þess að sanna að ég eigi skilið að fá leyfið,“ sagði Rio hundfúll en veðmálafyrirtækið Betfair stóð við bakið á honum í þessari vegferð undir slagorðinu „Defender to Contender“. Hann ætlaði sér stóra hluti í boxinu.

Rio var að taka hnefaleikana mjög alvarlega og fékk fyrrum heimsmeistarann, Richie Woodhall, til þess að þjálfa sig. Nú kemst hann ekki lengra og heldur því væntanlega áfram í sinni vinnu sem sjónvarpsmaður.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×