Fyrir Heimaey sækir stuðning til kvenna Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Herjólfur í þann mund að koma í höfn í Heimaey. Vísir/Vilhelm „Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta eru góðar vísbendingar. En það er langt í kosningar og þetta er gott veganesti inn í það,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti hins nýja framboðs Fyrir Heimaey, um niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu og birt var í gær. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey fengi tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Niðurstöðurnar komu Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmanneyja, ekki á óvart. „Þær eru nokkuð í takt við það sem við bjuggumst við.„Við vissum að Sjálfstæðisflokkurinn er á leið í erfiðustu kosningar í áratugi.“ Mun meiri stuðningur er meðal kvenna við Fyrir Heimaey en meðal karla. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar segjast tæplega 42 prósent kvenna ætla að kjósa Fyrir Heimaey en einungis rétt tæplega 25 prósent karla. Aftur á móti segjast 47 prósent karla ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einungis rétt rúmlega 33 prósent kvenna.Mikil breyting ef af verður Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær sýnir nýja skoðanakönnunin að Fyrir Heimaey myndi fá tvo fulltrúa kjörna af sjö, ef kosið yrði nú. Með því næðu þrír flokkar kjöri í bæjarstjórn Vestmannaeyja í stað tveggja áður. Eyjalistinn myndi fá tvo menn en Sjálfstæðisflokkurinn þrjá. Það er talsvert breytt niðurstaða frá kosningum 2014, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa kjörna, en Eyjalistinn tvo.Íris Róbertsdóttir.Mynd/Tryggvi MárFyrir Heimaey leggur áherslu á aukið beint lýðræði við stjórn sveitarfélagsins. Fólk eigi að geta haft áhrif oftar en á fjögurra ára fresti. „Okkur finnst að fólk eigi að geta komið að ákvarðanatöku á milli kosninga í málum sem varða okkur miklu,“ segir Íris. Hún segir bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey líka vera stofnað á grundvelli þess að fólk hafi meira val en áður var. „Það hafa verið tveir listar en núna eru þeir þrír. Þetta er fullt af flottu fólki og meira val,“ segir Íris. Sem dæmi um mál sem mætti greiða atkvæði um í beinni atkvæðagreiðslu er sú ákvörðun bæjaryfirvalda að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að bærinn taki við rekstri Herjólfs. „Þetta er stór ákvörðun og mér finnst að íbúarnir sjálfir eigi að fá að ákveða hvort þeir vilji bera ábyrgð á þessu sjálfir. Mér finnst þetta dæmi um slíkt mál.“ Sjá einnig: D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Varðandi rekstur Herjólfs segir Elliði að 4-500 íbúar hefðu samþykkt það á íbúafundi að falast eftir rekstri Herjólfs. „Ég hef aldrei heyrt að bera þurfi ákvörðun íbúafundar undir íbúakosningu. Mér finnst þetta vera billeg leið hjá framboðinu Fyrir Heimaey að mæta þeim veruleika að á þeim lista sitja fjölmargir sem tengjast núverandi rekstraraðila.“ Miðað við niðurstöður könnunarinnar gæti nýja framboðið verið í oddastöðu eftir kosningar, unnið með Eyjalistanum og bundið þannig enda á tólf ára samfellda stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Eða starfað með Sjálfstæðisflokknum. Íris, sem er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar því ekki skýrt hvernig meirihluta hún vill mynda að loknum kosningum. „Við viljum bara ná fram þessum breytingum og ég myndi vilja mynda meirihluta með þeim sem væri tilbúinn í að koma með okkur í það,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri. 24. apríl 2018 05:30