Segir kaffihúsaeigendur ekki treysta sér til að leyfa gæludýr Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda segir strangar kröfur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur aftra því að veitingastaðir geti með góðu móti leyft gæludýr. Þannig sé reglugerð um málið túlkuð með mun strangari hætti en tilefni sé til. Það var eitt af síðustu embættisverkum Bjartar Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, að skrifa undir reglugerðarbreytingu, sem gerði eigendum veitinga- og kaffihúsa kleift að heimila loðna ferfætlinga innandyra í fylgd með mannfólki. Svo virðist hins vegar sem reglugerðin hafi ekki skilað tilætluðum árangri, en félag ábyrgra hundaeigenda hefur kvartað sérstaklega yfir ströngum skilyrðum af hálfu heilbrigðiseftirlitsins. „Það virðist vera sem svo að það sé í rauninni varla til sá staður í Reykjavík sem uppfyllir þessi skilyrði,“ segir Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda.Mega ekki vera í sama rými og matvara Þannig segir m.a. í breytingarreglugerðinni sem undirrituð var að tryggja skuli að hundar og kettir séu einungis í veitingasölum veitingastaðar og ekki þar sem matvæli eru tilreidd, meðhöndluð eða geymd. Orðalagið um sama rými telur félagið að sé túlkað alltof víðtækt. Þannig nefnir Freyja dæmi um að gerð hafi verið athugasemd við geymslu drykkjarfanga bak við barborð í sama rými og leyfa átti hunda. Hún segir marga staði hafa lýst yfir áhuga á að leyfa gæludýr, sem hafi hins vegar horfið frá því af ótta við að missa starfsleyfið. „Svo ég viti til eru ekki neinir sjúkdómir sem eru að fara að smitast milli hunda og manna sem eru loftbornir svo þetta eru í raun algjörlega öfgafullar aðgerðir,“ segir Freyja. Í skriflegu svari frá heilbrigðiseftirliti til fréttastofu segir hins vegar að sú túlkun sem lýst er sé í samræmi við orðanna hljóðan í reglugerðinni. Einnig kemur þó fram að óskað hafi verið liðsinnis Matvælastofnunar við að kanna hvernig ákvæðum samsvarandi Evrópureglugerðar sé beitt í framkvæmd í nágrannalöndum okkar. Freyja segir félagsmenn hafa óskað eftir fundum með heilbrigðiseftirliti og heilbrigðisnefnd borgarinnar, en ekki haft erindi sem erfiði. Hún telur aftur á móti að vandkvæðin megi að miklu leyti rekja til viðhorfa sem enn ríki til hundahalds hér á landi. „Það náttúrulega eru rótgrónir hundafordómar á Íslandi. Þó það sé mikið búið að breytast undanfarin ár þá lifir þetta ennþá í alls konar stofnunum,“ segir Freyja að lokum. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Samband Bandaríkja og Evrópu aldrei verra: Ísland gæti bæst á listan Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira
Stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda segir strangar kröfur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur aftra því að veitingastaðir geti með góðu móti leyft gæludýr. Þannig sé reglugerð um málið túlkuð með mun strangari hætti en tilefni sé til. Það var eitt af síðustu embættisverkum Bjartar Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, að skrifa undir reglugerðarbreytingu, sem gerði eigendum veitinga- og kaffihúsa kleift að heimila loðna ferfætlinga innandyra í fylgd með mannfólki. Svo virðist hins vegar sem reglugerðin hafi ekki skilað tilætluðum árangri, en félag ábyrgra hundaeigenda hefur kvartað sérstaklega yfir ströngum skilyrðum af hálfu heilbrigðiseftirlitsins. „Það virðist vera sem svo að það sé í rauninni varla til sá staður í Reykjavík sem uppfyllir þessi skilyrði,“ segir Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda.Mega ekki vera í sama rými og matvara Þannig segir m.a. í breytingarreglugerðinni sem undirrituð var að tryggja skuli að hundar og kettir séu einungis í veitingasölum veitingastaðar og ekki þar sem matvæli eru tilreidd, meðhöndluð eða geymd. Orðalagið um sama rými telur félagið að sé túlkað alltof víðtækt. Þannig nefnir Freyja dæmi um að gerð hafi verið athugasemd við geymslu drykkjarfanga bak við barborð í sama rými og leyfa átti hunda. Hún segir marga staði hafa lýst yfir áhuga á að leyfa gæludýr, sem hafi hins vegar horfið frá því af ótta við að missa starfsleyfið. „Svo ég viti til eru ekki neinir sjúkdómir sem eru að fara að smitast milli hunda og manna sem eru loftbornir svo þetta eru í raun algjörlega öfgafullar aðgerðir,“ segir Freyja. Í skriflegu svari frá heilbrigðiseftirliti til fréttastofu segir hins vegar að sú túlkun sem lýst er sé í samræmi við orðanna hljóðan í reglugerðinni. Einnig kemur þó fram að óskað hafi verið liðsinnis Matvælastofnunar við að kanna hvernig ákvæðum samsvarandi Evrópureglugerðar sé beitt í framkvæmd í nágrannalöndum okkar. Freyja segir félagsmenn hafa óskað eftir fundum með heilbrigðiseftirliti og heilbrigðisnefnd borgarinnar, en ekki haft erindi sem erfiði. Hún telur aftur á móti að vandkvæðin megi að miklu leyti rekja til viðhorfa sem enn ríki til hundahalds hér á landi. „Það náttúrulega eru rótgrónir hundafordómar á Íslandi. Þó það sé mikið búið að breytast undanfarin ár þá lifir þetta ennþá í alls konar stofnunum,“ segir Freyja að lokum.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Samband Bandaríkja og Evrópu aldrei verra: Ísland gæti bæst á listan Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Sjá meira