„Tollverndin er hætt að bíta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. mars 2018 19:45 Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“ Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Sjá meira
Formaður Bændasamtaka Íslands segir að tollvernd á íslenskar landbúnaðarvörur sé hætt að skila tilætluðum árangri og hana þurfi að endurskoða. Þá hafi innflutningur á búvörum aukist mikið að undanförnu og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu sé afar erfið. Verndartollar á íslenskar landbúnaðarafurðir voru Sindra Sigurgeirssyni, formanni Bændasamtakanna meðal annars ofarlega í huga í setningarræðu hans á Búnaðarþingi 2018 sem hófst í dag. „Tollverndin er hætt að bíta og miðað við gengi krónunnar, og verðgildi tollanna hefur ekki tekið neinum breytingum í 20 ár, þannig það sem á að verja okkur með tollvernd þarf að endurskoða í dag,” segir Sindri í samtali við Stöð 2. Ísland leiddi matvælalöggjöf Evrópusambandsins í lög árið 2009 en með nýlegum dómi komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenskar reglur sem leggja hömlur á innflutning hrárrar kjötvöru samrýmist ekki ákvæðum EES-samningsins. Sindri telur stjórnvöld hafa brugðist of vægt við niðurstöðu dómsins. „Það er að okkar mati ákveðin uppgjöf í þessu hráakjötsmáli hjá stjórnvöldum, við hvetjum þau til þess að fara til Evrópusambandsins og ræða þessi mál. Þetta er greinilega öðruvísi en þetta var hugsað þegar menn voru að samþykkja þetta á Alþingi 2009, þá var mikil sátt um málið. EFTA dómstóllinn hefur sett málið í annan búning núna, sú sátt er ekki lengur fyrir hendi og þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að ræða þetta,” segir Sindri.Eðlilegt að tollvernd „bíti” Aðspurður segir hann það ekki skjóta skökku við að krefjast tollverndar en á sama tíma fara fram á útflutningsskyldu sem er meðal þess sem bændaforystan hefur lagt til til að bregðast við þeim vanda sem blasir við í sauðfjárrækt. „Ef við ætlum að hafa tollvernd þá er eðlilegt að hún bíti. Að sama skapi eigum við að sjálfsögðu að nýta þær auðlindir sem við höfum og þau tækifæri í að framleiða gæðamat og leyfa fleirum að njóta þess,” segir Sindri. „Við sjáum að innflutningur á búvörum er að aukast mjög mikið og samkeppnisstaða íslenskrar framleiðslu er bara erfið um þessar mundir.” Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði Búnaðarþing á Hótel Sögu í dag.Vísir/ArnarKristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvetur bændur til að sýna frumkvæði við leit lausna á þeim áskorunum sem greinin stendur frami fyrir. Í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings tók hann þó einnig fram að ekki sé hægt að ætlast til þess að hægt sé að stunda útflutning landbúnaðarafurða til annarra landa en á sama tíma halda uppi háum verndartollum hérlendis. „Ég held að við séum svona í grunninn á sömu línu, þetta er spurning um með hvaða hætti við reynum að nálgast þessi markmið okkar, bæði í þágu bænda og ekki síður íslenskra neytenda,” segir Kristján Þór. „Ég hef enga trú á öðru en að við náum saman um einhverjar leiðir til þess að styrkja stöðu allra í þessum efnum. Það er tímabært, það er mikið verkefni, það er vandasamt og mun verða flókið en ég er fullviss um að við munum vinna okkur út í gegnum það.“
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?