Enginn tími til að verða gamalmenni né fara á flakk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 20:00 Sigrún er bókuð út árið sem leiðsögumaður, auk þess að kenna við Leiðsöguskólann. Vísir/Anton Brink Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“ Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, fagnar sjötugsafmæli í dag. Hún er atorkukona sem slær ekkert af þó árunum fjölgi. „Ef ég get komið að auglýsingu fyrir leikfélag Selfoss þá er ég til í afmælisviðtal!“ segir Sigrún Valbergsdóttir, leikstjóri og fararstjóri, þegar kvabbað er í henni. Hún viðurkennir að eiginlega hafi staðið til að fara eitthvert út í heim í tilefni afmælisins en enginn tími sé til neins, hvorki til að verða gamalmenni né fara á flakk núna! Samt er búið að frumsýna á Selfossi. Það var gert um síðustu helgi og Sigrún var leikstjóri. Stykkið heitir Glæpir og góðverk og ég bið hana að segja mér frá því. „Þetta er verk sem ég þýddi og staðfærði, gamanleikjafarsi, hálfgerður krimmi sem gerist á Selfossi. Það var svakalega skemmtilegt að vinna með leikfélaginu þar, hópurinn frábær og í flottu leikhúsi.“ Sigrún er kennari í Leiðsöguskólanum, auk þess að starfa sem fararstjóri sjálf. „Ég er alveg bókuð út þetta ár. Það er eiginlega uppselt í allar ferðirnar sem ég er fararstjóri í. Þær eru fimm til útlanda og þrjár fyrir Ferðafélag Íslands. Ég fer í sögugöngu í Ísafjarðardjúpi í maí og aðra, þriggja daga, á slóðir Agnesar og Friðriks í Húnaþingi. Svo fer ég styttri útgáfu af Arnarvatnsheiðarferð sem ég hef farið í mörg ár. Auk þess er ég með fjórar eða fimm ferðir með þýska ferðamenn, langar ferðir sem eru blanda af rútuferð og óbyggðagöngu. En skyldi hún ekkert ætla að halda upp á stórafmælið? „Ég ætla út að borða með fjölskyldunni og ekkert að elda þennan daginn. Annars finnst mér mjög gaman að elda fyrir stórfjölskylduna. Hef það fyrir fastan lið einu sinni í viku þegar ég er heima, en svo eru margar vikur á ári sem ég er í ferðum eins og þú heyrir á upptalningunni.“ Eitthvað hefur þú nú þurft að skutlast austur fyrir Hellisheiði í vetur fyrst þú varst að leikstýra. „Já, það voru fimm æfingar á viku, og ég held að heiðin hafi lokast fimmtán sinnum á þessu tímabili en það féll aldrei niður æfing. Tvisvar urðu seinkanir á æfingum vegna ófærðar en engin féll niður og allar náðu fullri lengd. Eina helgi var ég bara fyrir austan og svo var ég svo heppin að eignast fósturforeldra sem gátu alltaf komist þó strætó gengi ekki, það var bara farið um Suðurstrandarveginn.“
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira