Upphitun: Jói Berg og Gylfi mæta aftur til leiks Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 06:00 Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir bikarfrí um síðustu helgi. Sjö leikir fara fram þegar 28. umferðin hefst. Við byrjum leik á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn fá lið Stoke í heimsókn. Fyrir leiki dagsins er Stoke í 19. og næst neðsta sæti deildarinnar. Fari þeir með sigur hoppar liðið hins vegar í 15. sætið, að minnsta kosti tímabundið, því stutt er á milli liðanna í botnabaráttunni. Leicester er í áttunda sæti með 35 stig, tíu stigum meira en Stoke. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli á bet365 vellinum í nóvember. Stoke gerði jafntefli í síðustu umferð gegn Brighton á meðan Manchester City skellti Leicester á Etihad vellinum 5-1.Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Sam Vokes í fyrri leik Southampton og Burnley í veturvísir/gettyJóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley fá Southampton í heimsókn á Turf Moor. Burnley hefur ekki unnið deildarleik síðan 12. desember þegar liðið sigraði Stoke 2-0 og síðan eru liðnar 10 umferðir. Þrátt fyrir það situr Sean Dyche með lið sitt í 7. sæti deildarinnar. Southampton er í nokkuð verri málum, er í fallsæti með 26 stig og það þarf að fara aftur til 21. október til þess að finna síðasta deildarleik Dýrlinganna sem endaði með sigri. Þegar þessi lið mættust á St. Mary's lagði Jóhann Berg upp sigurmark Sam Vokes í 0-1 sigri. Liverpool getur komist tímabundið í annað sæti deildarinnar sigri liðið West Ham á heimavelli sínum. Mennirnir hans Jurgen Klopp voru bara í pásu um helgina því liðið datt út úr bikarnum í fjórðu umferð. Síðasti leikur þeirra var því 5-0 upprúllunin á Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Portúgal. West Ham er um miðja deild, í 12. sætinu jafnt Watford að stigum í 11. sætinu. Það eru þó aðeins fjögur stig niður í fallsætið og því gæti tap á Anfield fellt þá um nokkur sæti þegar umferðinni lýkur miðað við úrslit úr öðrum leikjum. Leikur liðanna á Lundúnavellinum í nóvember lauk með 1-4 sigri Liverpool. Botnlið West Bromwich Albion fauk úr bikarnum um síðustu helgi en hefur gott færi á að koma sjálfstraustinu aftur í lag þegar nýliðar Huddersfield mæta á The Hawthorns í dag. Huddersfield er í 17. sætinu, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið, og því um sannkallaðan fallslag að ræða. Þrátt fyrir ágætt gengi í bikarnum, þar sem þeir slógu meðal annars út Liverpool, hafa Jonny Evans og félagar aðeins unnið einn deildarleik frá því í ágúst. Sá sigur kom einmitt gegn nýliðum í deildinni, Brighton, á heimavelli. Huddersfield hefur verið í nokkuð frjálsu falli niður töfluna, fyrir utan sigur í síðasta leik, og hugsar West Brom líklegast gott til glóðarinnar í dag. Brighton og Swansea eru líka að berjast í neðri hluta deildarinnar. Brighton er í 14. sæti og Swansea í því 16. og aðeins eitt stig skilur liðin að. Brighton fór með 0-1 sigur þegar liðin mættust í Wales fyrr í vetur.Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki á blað síðast þegar Everton og Watford mættust. Hvað gerir hann í dag?vísir/gettyÞá eru Bournemouth og Newcastle ekki langt fyrir ofan. Newcastle sæti fyrir ofan Brighton, liðin jöfn að stigum, og Bournemouth í 10. sætinu með 31 stig, þremur fleiri en andstæðingarnir. Newcastle vann sterkan sigur á Jose Mourinho og Manchester United í síðustu umferð á heimavelli sínum á meðan Bournemouth steinlá gegn Huddersfield. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Watford og Everton. Sam Allardyce fór með Gylfa Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og alla hina leikmenn sína til Dubai í bikarhléinu þar sem hann reyndi að koma smá hita í Cenk Tosun sem hefur verið að láta kuldann í Englandi fara í sig. Þeir ættu því að mæta ferskir til leiks til Watford í dag. Gylfi Þór var á skotskónum í síðasta leik gegn Crystal Palace og hann verður væntanlega í eldlínunni síðdegis. Þegar þessi lið mættust á Goodison Park var nóg um að vera þar sem Leighton Baines tryggði Everton 3-2 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Myndband með upphitun fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Leicester - Stoke, bein útsending á Stöð 2 Sport 15:00 Bournemouth - Newcastle 15:00 Brighton & Hove Albion - Swansea 15:00 Burnley - Southampton 15:00 Liverpool - West Ham, bein útsending á Stöð 2 Sport 15:00 West Bromwich Albion - Huddersfield 17:30 Watford - Everton, bein útsending á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í dag eftir bikarfrí um síðustu helgi. Sjö leikir fara fram þegar 28. umferðin hefst. Við byrjum leik á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn fá lið Stoke í heimsókn. Fyrir leiki dagsins er Stoke í 19. og næst neðsta sæti deildarinnar. Fari þeir með sigur hoppar liðið hins vegar í 15. sætið, að minnsta kosti tímabundið, því stutt er á milli liðanna í botnabaráttunni. Leicester er í áttunda sæti með 35 stig, tíu stigum meira en Stoke. Fyrri leikur liðanna endaði með 2-2 jafntefli á bet365 vellinum í nóvember. Stoke gerði jafntefli í síðustu umferð gegn Brighton á meðan Manchester City skellti Leicester á Etihad vellinum 5-1.Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Sam Vokes í fyrri leik Southampton og Burnley í veturvísir/gettyJóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley fá Southampton í heimsókn á Turf Moor. Burnley hefur ekki unnið deildarleik síðan 12. desember þegar liðið sigraði Stoke 2-0 og síðan eru liðnar 10 umferðir. Þrátt fyrir það situr Sean Dyche með lið sitt í 7. sæti deildarinnar. Southampton er í nokkuð verri málum, er í fallsæti með 26 stig og það þarf að fara aftur til 21. október til þess að finna síðasta deildarleik Dýrlinganna sem endaði með sigri. Þegar þessi lið mættust á St. Mary's lagði Jóhann Berg upp sigurmark Sam Vokes í 0-1 sigri. Liverpool getur komist tímabundið í annað sæti deildarinnar sigri liðið West Ham á heimavelli sínum. Mennirnir hans Jurgen Klopp voru bara í pásu um helgina því liðið datt út úr bikarnum í fjórðu umferð. Síðasti leikur þeirra var því 5-0 upprúllunin á Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Portúgal. West Ham er um miðja deild, í 12. sætinu jafnt Watford að stigum í 11. sætinu. Það eru þó aðeins fjögur stig niður í fallsætið og því gæti tap á Anfield fellt þá um nokkur sæti þegar umferðinni lýkur miðað við úrslit úr öðrum leikjum. Leikur liðanna á Lundúnavellinum í nóvember lauk með 1-4 sigri Liverpool. Botnlið West Bromwich Albion fauk úr bikarnum um síðustu helgi en hefur gott færi á að koma sjálfstraustinu aftur í lag þegar nýliðar Huddersfield mæta á The Hawthorns í dag. Huddersfield er í 17. sætinu, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið, og því um sannkallaðan fallslag að ræða. Þrátt fyrir ágætt gengi í bikarnum, þar sem þeir slógu meðal annars út Liverpool, hafa Jonny Evans og félagar aðeins unnið einn deildarleik frá því í ágúst. Sá sigur kom einmitt gegn nýliðum í deildinni, Brighton, á heimavelli. Huddersfield hefur verið í nokkuð frjálsu falli niður töfluna, fyrir utan sigur í síðasta leik, og hugsar West Brom líklegast gott til glóðarinnar í dag. Brighton og Swansea eru líka að berjast í neðri hluta deildarinnar. Brighton er í 14. sæti og Swansea í því 16. og aðeins eitt stig skilur liðin að. Brighton fór með 0-1 sigur þegar liðin mættust í Wales fyrr í vetur.Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki á blað síðast þegar Everton og Watford mættust. Hvað gerir hann í dag?vísir/gettyÞá eru Bournemouth og Newcastle ekki langt fyrir ofan. Newcastle sæti fyrir ofan Brighton, liðin jöfn að stigum, og Bournemouth í 10. sætinu með 31 stig, þremur fleiri en andstæðingarnir. Newcastle vann sterkan sigur á Jose Mourinho og Manchester United í síðustu umferð á heimavelli sínum á meðan Bournemouth steinlá gegn Huddersfield. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Watford og Everton. Sam Allardyce fór með Gylfa Þór Sigurðsson, Wayne Rooney og alla hina leikmenn sína til Dubai í bikarhléinu þar sem hann reyndi að koma smá hita í Cenk Tosun sem hefur verið að láta kuldann í Englandi fara í sig. Þeir ættu því að mæta ferskir til leiks til Watford í dag. Gylfi Þór var á skotskónum í síðasta leik gegn Crystal Palace og hann verður væntanlega í eldlínunni síðdegis. Þegar þessi lið mættust á Goodison Park var nóg um að vera þar sem Leighton Baines tryggði Everton 3-2 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Myndband með upphitun fyrir daginn má sjá í spilaranum hér að ofan.Leikir dagsins: 12:30 Leicester - Stoke, bein útsending á Stöð 2 Sport 15:00 Bournemouth - Newcastle 15:00 Brighton & Hove Albion - Swansea 15:00 Burnley - Southampton 15:00 Liverpool - West Ham, bein útsending á Stöð 2 Sport 15:00 West Bromwich Albion - Huddersfield 17:30 Watford - Everton, bein útsending á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira