Var Josh Emmett bara heppinn eða á hann heima meðal þeirra bestu? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. febrúar 2018 16:00 Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
Það er kannski ekki mikið um stór nöfn á UFC bardagakvöldinu í Orlandi í kvöld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir. Josh Emmett fær risa tækifæri til að sýna að sinn síðasti sigur hafi ekki verið bara heppni. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Emmett og Jeremy Stephens. Josh Emmett er tiltölulega óþekktur en skaust aðeins fram í sviðsljósið eftir sinn síðasta sigur í desember. Emmett rotaði þá Ricardo Lamas í 1. lotu en bardagann tók Emmett með skömmum fyrirvara. Lamas átti upphaflega að mæta Jose Aldo í desember en þegar Max Holloway vantaði andstæðing kom Jose Aldo inn. Emmett kom því í stað Aldo með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Emmett var þá ekki einu sinni á topp 15 á styrkleikalistanum á meðan Lamas var í 3. sæti. Lamas hafði í raun til lítils að vinna á meðan Emmett hafði allt að vinna. Emmett náði reyndar ekki tilsettri þyngd en tókst að rota Lamas í 1. lotu. Sigurinn var gríðarlega óvæntur og kom Emmett ansi nálægt toppnum í fjaðurvigtinni. Nú þarf hann að sýna að sigurinn á Lamas hafi ekki verið eintóm heppni. Stephens er hörku bardagamaður sem hefur sigrað marga færa bardagamenn en hefur þó aldrei náð að vinna þá allra bestu. Stephens skilur oft á milli þeirra sem eru mjög góðir og þeirra sem eru með þeim bestu. Emmett fær því ansi verðugt próf í nótt og verður áhugavert að sjá hvort hann standist það. Sigur á Stephens sýnir að Emmett á heima meðal þeirra bestu. UFC bardagakvöldið hefst kl 1 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira