Danski skólastjórinn miður sín yfir eftirköstum ferðarinnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Skólastjóri Aakjærskóla í Skive segist hafa átt gott samstarf við Ingunnarskóla í gegnum tíðina. Fréttablaðið/stefán „Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
„Það hefði verið erfitt fyrir mig að segja við foreldrana. Ja, lögreglan hefur nú reyndar mælst til þess að við færum ekki en við ætlum samt að fara,“ segir Lars Kirk, skólastjóri í Aakjærskóla í Skive í Danmörku. Fréttablaðið greindi frá því í gær að danski skólinn hefði ákveðið að senda ekki nemendur í fyrirhugaða ferð til Íslands í apríl. Hópur stúlkna úr Ingunnarskóla í Grafarholti hafði heimsótt dönsku nemendurna í nóvember. Nemendur skólanna hafa starfað saman að verkefni tengdu markmiðum Sameinuðu þjóðanna og heimsóknirnar voru hugsaðar sem liður í því. Eftir að íslensku nemendurnir komu heim frá Skive stofnuðu börnin Facebook-síðu til að geta haldið áfram samskiptum milli landa. Skólastjóri Ingunnarskóla lýsti því í gær að samskiptin hefðu breyst eftir að nokkrir strákar, sem ekki höfðu tekið þátt í verkefninu, fengu aðild að Facebook-síðunni. „Hlutirnir fóru út um þúfur og sumt af því sem við sáum voru alls kyns hótanir. Mjög ögrandi ummæli og svívirðingar,“ segir Lars en tekur jafnframt fram að sumir strákarnir í Aakjærskolen hafi heldur ekkert hegðað sér eins og englar. „En á einhverjum tímapunkti hefur nemandi samband við kennara og lætur vita að samskiptin séu komin út í rugl.“Lars Kirk, skólastjóri í AakjærskólaÍ Aakjærskole er einn kennari sem er tengiliður við lögreglu. Hann hefur samband við lögreglu ef þörf krefur. „Hún hafði samband og við fengum ráðgjöf um það að við ættum bara að hætta skilaboðum, fara úr hópnum og taka skjáskot af samskiptunum. Við gerðum það og höfðum samband við Ingunnarskóla og sendum skilaboð fram og til baka,“ segir Lars. Lars segir að starfsfólki hafi þótt leiðinlegt að hafa þurft að taka þá ákvörðun að hætta við ferðina í apríl. „Því markmiðið með verkefninu var auðvitað að byggja upp samskipti milli menningarheima og milli ólíkra ríkja. En við töldum okkur ekki eiga annan möguleika,“ segir hann. Lars útilokar ekki að nemendur á vegum Aakjærskóla komi einhvern tímann í heimsókn til Íslands. „Við höfum átt mjög fínt samstarf við Ingunnarskóla og það gæti bara verið mjög gaman eftir eitt eða tvö ár með aðra nemendur þá. Með aðra einstaklinga en við erum að tala um núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Hótanir íslenskra unglinga í garð danskra enduðu með því að Dönunum var ráðlagt að hætta við ferð til Íslands í apríl. Skólastjóri segir að búið sé að vinna með þeim piltum sem báru ábyrgð, en samskiptin hafi farið vel yfir 9. febrúar 2018 05:30