Lögregla réð dönskum börnum frá Íslandsför Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. febrúar 2018 05:30 Nemendahópur frá Ingunnarskóla fór til Danmörku í nóvember. Nemendurnir geta ekki endurgoldið Dönunum móttökurnar. Vísir/Stefán Danska lögreglan ráðlagði foreldrum grunnskólabarna í bænum Skive að senda þau ekki í ferð sem hafði verið fyrirhuguð til Íslands í apríl. Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið skilaboð með hótunum frá íslenskum nemendum á Facebook. Hópur nemenda í 9. bekk í Ingunnarskóla hefur verið í samskiptum við danskan skóla um verkefni sem lýtur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, varðandi sjálfbærni, samskipti og annað. „Nemendahópur frá okkur fór út til Danmerkur í nóvember,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla. Þar voru bæði íslensku nemendurnir og hinir dönsku fulltrúar ungu kynslóðarinnar á ráðstefnu. Guðlaug tekur fram að íslenski hópurinn hafi staðið sig vel í verkefninu. „Svo var hugmyndin að danskur hópur kæmi til Íslands í apríl. Það er bekkurinn sem íslenski hópurinn átti samskipti við.“Guðlaug Erla GunnarsdóttirSamskiptin „vel yfir strikið“ Eftir ferðina stofnuðu krakkarnir Facebook-síðu sem þeir notuðu til að eiga samskipti. „Það er einhverjum hleypt þar inn sem eru ekki í verkefninu. Þeir krakkar fara yfir strikið og eins einhverjir danskir krakkar. Samskiptin urðu leiðinleg og fóru það vel yfir strikið að danska lögreglan mælir ekki með því að hópurinn fari til Íslands,“ segir Guðlaug. Hún segir að búið sé að vinna með þá pilta sem áttu í þessum samskiptum í samstarfi við foreldra þeirra. „Við treystum okkar hópi til þess að taka vel á móti Dönunum en það er litið það alvarlega á þetta að þeim er ekki treyst til að koma.“ Guðlaug segir að áfram verði haldið með verkefnið sem endi með sýningu á Barnamenningarhátíð í samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarastarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Danska lögreglan ráðlagði foreldrum grunnskólabarna í bænum Skive að senda þau ekki í ferð sem hafði verið fyrirhuguð til Íslands í apríl. Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið skilaboð með hótunum frá íslenskum nemendum á Facebook. Hópur nemenda í 9. bekk í Ingunnarskóla hefur verið í samskiptum við danskan skóla um verkefni sem lýtur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, varðandi sjálfbærni, samskipti og annað. „Nemendahópur frá okkur fór út til Danmerkur í nóvember,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla. Þar voru bæði íslensku nemendurnir og hinir dönsku fulltrúar ungu kynslóðarinnar á ráðstefnu. Guðlaug tekur fram að íslenski hópurinn hafi staðið sig vel í verkefninu. „Svo var hugmyndin að danskur hópur kæmi til Íslands í apríl. Það er bekkurinn sem íslenski hópurinn átti samskipti við.“Guðlaug Erla GunnarsdóttirSamskiptin „vel yfir strikið“ Eftir ferðina stofnuðu krakkarnir Facebook-síðu sem þeir notuðu til að eiga samskipti. „Það er einhverjum hleypt þar inn sem eru ekki í verkefninu. Þeir krakkar fara yfir strikið og eins einhverjir danskir krakkar. Samskiptin urðu leiðinleg og fóru það vel yfir strikið að danska lögreglan mælir ekki með því að hópurinn fari til Íslands,“ segir Guðlaug. Hún segir að búið sé að vinna með þá pilta sem áttu í þessum samskiptum í samstarfi við foreldra þeirra. „Við treystum okkar hópi til þess að taka vel á móti Dönunum en það er litið það alvarlega á þetta að þeim er ekki treyst til að koma.“ Guðlaug segir að áfram verði haldið með verkefnið sem endi með sýningu á Barnamenningarhátíð í samstarfi við Myndlistarskólann í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarastarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira