Fótbolti

Breiðablik valtaði yfir ÍR

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Blikar fagna sigri síðasta sumar.
Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir.

Pepsi-deildar lið Breiðabliks valtaði yfir fyrstu deildar lið ÍR í Lengjubikarnum fyrr í dag. Lokatölur 7-0.

Leikurinn var aldrei spennandi og sáu breiðhyltingar ekki til sólar gegn sterku liði Breiðabliks.

Staðan í hálfleik var 3-0, en Arnþór Ari Atlason hafði þá skorað tvívegis. Kópavogsliðið bætti einungis í í seinni hálfleik. Skoruðu fjögur mörk, þar af tvo á lokamínutum leiksins.

Með sigrinum fer Breiðablik á toppinn í riðli 2, en þeir eru með betri markatölu en KR sem er með jafn mörg stig. Lið ÍR er hins vegar á botninum með ekkert stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.