Fótbolti

Breiðablik valtaði yfir ÍR

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Blikar fagna sigri síðasta sumar.
Blikar fagna sigri síðasta sumar. Vísir.
Pepsi-deildar lið Breiðabliks valtaði yfir fyrstu deildar lið ÍR í Lengjubikarnum fyrr í dag. Lokatölur 7-0.

Leikurinn var aldrei spennandi og sáu breiðhyltingar ekki til sólar gegn sterku liði Breiðabliks.

Staðan í hálfleik var 3-0, en Arnþór Ari Atlason hafði þá skorað tvívegis. Kópavogsliðið bætti einungis í í seinni hálfleik. Skoruðu fjögur mörk, þar af tvo á lokamínutum leiksins.

Með sigrinum fer Breiðablik á toppinn í riðli 2, en þeir eru með betri markatölu en KR sem er með jafn mörg stig. Lið ÍR er hins vegar á botninum með ekkert stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×