Áhyggjufullir vinir Jóhanns gerðu þýsku lögreglunni viðvart Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2018 12:08 Jóhann Jóhansson var eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma. Vísir/GETTY Umboðsmaður Jóhanns Jóhannssonar lét samstarfsmann sinn í Berlín athuga með Jóhann eftir að tónskáldið hafði ekki haft samband í einn dag. Eftir að Jóhann svaraði ekki hringdi samstarfsmaðurinn í lögreglu sem braut sér leið inn í íbúð hans í Berlín. Lögregla kom að honum látnum. Þetta kemur fram í Hollywood Reporter en Jóhann lést í síðustu viku í íbúð sinni í Berlín. Í frétt Hollywood Reporter er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Berlín að engin merki sé um að eitthvað saknæmt hafi leitt til dauða Jóhanns. Lögreglan rannsaki ekki andlátið utan þess að eiturefnarannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðu úr henni sé að vænta í næstu viku. Jóhann, sem skapað hafði sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma, var minnst hlýlega um allan heim eftir að fregnir af andláti hans bárust út. Jóhann var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna auk þess sem að hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Við höfum misst frábært tónskáld og mikinn listamann,“ er haft eftir Iain Canning sem starfaði með Jóhanni ásamt Hildi Guðnadóttur að tónlistinni í hinni væntanlegu kvikmynd Mary Magdalene, eitt af síðustu verkunum sem Jóhann kláraði. Í frétt Hollywood Reporter segir einnig að Jóhann hafi nýlega skrifað undir samning við Disney um að skrifa tónlistina fyrir væntanlega mynd sem byggð er á sögunum um Bangsímon. Segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, að Jóhann hafi þegar verið byrjaður að vinna að tónlistinni og að starfið hafi gengið mjög vel. „Hann lifði fyrir tónlistina, hún var honum allt. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum get ég huggað mig við það að hann snerti svo marga með tónlist sinni. Það skipti hann miklu máli,“ er haft efir Hildi í umfjöllun Hollywood Reporter sem lesa má hér. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira
Umboðsmaður Jóhanns Jóhannssonar lét samstarfsmann sinn í Berlín athuga með Jóhann eftir að tónskáldið hafði ekki haft samband í einn dag. Eftir að Jóhann svaraði ekki hringdi samstarfsmaðurinn í lögreglu sem braut sér leið inn í íbúð hans í Berlín. Lögregla kom að honum látnum. Þetta kemur fram í Hollywood Reporter en Jóhann lést í síðustu viku í íbúð sinni í Berlín. Í frétt Hollywood Reporter er haft eftir talsmanni lögreglunnar í Berlín að engin merki sé um að eitthvað saknæmt hafi leitt til dauða Jóhanns. Lögreglan rannsaki ekki andlátið utan þess að eiturefnarannsókn hafi verið framkvæmd. Niðurstöðu úr henni sé að vænta í næstu viku. Jóhann, sem skapað hafði sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari tíma, var minnst hlýlega um allan heim eftir að fregnir af andláti hans bárust út. Jóhann var í tvígang tilnefndur til Óskarsverðlauna auk þess sem að hann hlaut Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything. „Við höfum misst frábært tónskáld og mikinn listamann,“ er haft eftir Iain Canning sem starfaði með Jóhanni ásamt Hildi Guðnadóttur að tónlistinni í hinni væntanlegu kvikmynd Mary Magdalene, eitt af síðustu verkunum sem Jóhann kláraði. Í frétt Hollywood Reporter segir einnig að Jóhann hafi nýlega skrifað undir samning við Disney um að skrifa tónlistina fyrir væntanlega mynd sem byggð er á sögunum um Bangsímon. Segir Tim Husom, umboðsmaður Jóhanns, að Jóhann hafi þegar verið byrjaður að vinna að tónlistinni og að starfið hafi gengið mjög vel. „Hann lifði fyrir tónlistina, hún var honum allt. Á meðan ég sit hér með tárin í augunum get ég huggað mig við það að hann snerti svo marga með tónlist sinni. Það skipti hann miklu máli,“ er haft efir Hildi í umfjöllun Hollywood Reporter sem lesa má hér.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Sjá meira