Svanasöngur Conte á Vicarage Road?

Conte hugsi í kvöld.
Conte hugsi í kvöld. Vísir/Getty
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Antonio Conte, stjóra Chelsea, og svanasöngur hans gæti hafa verið á Vicarage Road í kvöld. Chelesa tapaði þar 4-1 í kvöld.

Tiemoue Bakayoko fékk að líta tvö gul spjöld á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og var þar af leiðandi hent í sturtu. Troy Deeney kom svo Watford yfir af vítapunktinum á 42. mínútu eftir að Gerard Deoulofeu fiskaði víti.

Chelsea tókst ekki að jafna fyrr en þegar átta mínútur voru eftir þegar Eden Hazard skoraði með laglegu skoti og allt jafnt þegar tæpar mínútur voru eftir.

Leikmenn Watford voru ekki af baki dottnir. Daryl Janmaat kom þeim aftur yfir á 84. mínútu eftir laglegt spil og Gerard Deoulofeu fullkomnaði frábæran leik sinn með marki undir lok leiks.

Heimamenn voru ekki hættir og Roberto Pereyra skoraði fjórða mark Watford í uppbótartíma. Lokatölur 4-1 og þetta var fyrsti sigur Watford síðan 26. desember, en liðið er eftir sigurinn í ellefta sætinu.

Það er farið að hitna verulega undir Conte, en Chelsea er í fjórða sætinu með 50 stig. Þetta var annar tapleikur Chelsea í röð, en hinn var gegn Bournemouth.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira