Segir fólk á einhverfurófi alls ekki gagnlaust á vinnumarkaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 20:30 Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira