Færi ekki fram úr ef búið væri að útskýra alla hluti Daníel Freyr Birkisson skrifar 26. janúar 2018 08:00 Kári segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna hversu mikilvægt umhverfið sé í uppeldi barna. vísir/stefán „Það sem okkur tókst að vissu leyti að gera var að búa til aðferð til þess að mæla áhrif sem við höfum alltaf vitað að væru til staðar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið. Íslensk erfðagreining birti í gær rannsókn sína á þúsundum Íslendinga í tímaritinu Science þar sem leitað er svara við þeirri spurningu hvernig uppeldi barna gangi í arf. „Þegar barn er getið fær það helming erfðamengis frá móður sinni og hinn helminginn frá föður. Við leituðumst eftir því að svara því hvaða áhrif sá helmingur erfðamengis sem barn fær ekki frá foreldrum hefur á örlög þess. Við sýndum fram á að það [erfðamengið] hefur alls konar áhrif. Til að mynda á menntun, hæð, þyngd, líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og fíknisjúkdómum.“ En hversu mikil eru áhrifin eiginlega? „Þegar kemur að menntun, til dæmis, þá eru áhrif þess helmings erfðamengisins sem ekki fer í barnið um 30 prósent á móti þeim helmingi sem barnið fær frá foreldrunum.“ Kári segir þetta sýna hversu mikil áhrif umhverfisins eru.Sjá einnig: Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Hann segir að með niðurstöðu rannsóknarinnar berist böndin enn og aftur að hinu dularfulla stjórntæki mannsins – heilanum. Áhrifin segir Kári koma í gegnum heilann sem við botnum lítið í. „Við höfum ekki hugmynd um hvernig heilinn býr til hugsanir eða tilfinningar – við getum ekki einu sinni skilgreint þær.“ Það sem sé grátlegt við það er að hugsanir okkar og tilfinningar skilgreina okkur sem dýrategund og sem einstakling innan þeirrar tegundar. Hann segir okkur því vera á býsna frumstæðum stað þegar kemur að skilningi á okkur sjálfum. „Það er svo margt ógert sem á eftir að útskýra og þetta er svo spennandi. Ég myndi sjálfur ekki nenna fram úr rúminu á morgnana ef það væri búið að útskýra þetta allt saman,“ segir Kári á gamansömum nótum að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. 25. janúar 2018 19:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
„Það sem okkur tókst að vissu leyti að gera var að búa til aðferð til þess að mæla áhrif sem við höfum alltaf vitað að væru til staðar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið. Íslensk erfðagreining birti í gær rannsókn sína á þúsundum Íslendinga í tímaritinu Science þar sem leitað er svara við þeirri spurningu hvernig uppeldi barna gangi í arf. „Þegar barn er getið fær það helming erfðamengis frá móður sinni og hinn helminginn frá föður. Við leituðumst eftir því að svara því hvaða áhrif sá helmingur erfðamengis sem barn fær ekki frá foreldrum hefur á örlög þess. Við sýndum fram á að það [erfðamengið] hefur alls konar áhrif. Til að mynda á menntun, hæð, þyngd, líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og fíknisjúkdómum.“ En hversu mikil eru áhrifin eiginlega? „Þegar kemur að menntun, til dæmis, þá eru áhrif þess helmings erfðamengisins sem ekki fer í barnið um 30 prósent á móti þeim helmingi sem barnið fær frá foreldrunum.“ Kári segir þetta sýna hversu mikil áhrif umhverfisins eru.Sjá einnig: Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Hann segir að með niðurstöðu rannsóknarinnar berist böndin enn og aftur að hinu dularfulla stjórntæki mannsins – heilanum. Áhrifin segir Kári koma í gegnum heilann sem við botnum lítið í. „Við höfum ekki hugmynd um hvernig heilinn býr til hugsanir eða tilfinningar – við getum ekki einu sinni skilgreint þær.“ Það sem sé grátlegt við það er að hugsanir okkar og tilfinningar skilgreina okkur sem dýrategund og sem einstakling innan þeirrar tegundar. Hann segir okkur því vera á býsna frumstæðum stað þegar kemur að skilningi á okkur sjálfum. „Það er svo margt ógert sem á eftir að útskýra og þetta er svo spennandi. Ég myndi sjálfur ekki nenna fram úr rúminu á morgnana ef það væri búið að útskýra þetta allt saman,“ segir Kári á gamansömum nótum að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. 25. janúar 2018 19:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. 25. janúar 2018 19:00