Færi ekki fram úr ef búið væri að útskýra alla hluti Daníel Freyr Birkisson skrifar 26. janúar 2018 08:00 Kári segir niðurstöður rannsóknarinnar sýna hversu mikilvægt umhverfið sé í uppeldi barna. vísir/stefán „Það sem okkur tókst að vissu leyti að gera var að búa til aðferð til þess að mæla áhrif sem við höfum alltaf vitað að væru til staðar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið. Íslensk erfðagreining birti í gær rannsókn sína á þúsundum Íslendinga í tímaritinu Science þar sem leitað er svara við þeirri spurningu hvernig uppeldi barna gangi í arf. „Þegar barn er getið fær það helming erfðamengis frá móður sinni og hinn helminginn frá föður. Við leituðumst eftir því að svara því hvaða áhrif sá helmingur erfðamengis sem barn fær ekki frá foreldrum hefur á örlög þess. Við sýndum fram á að það [erfðamengið] hefur alls konar áhrif. Til að mynda á menntun, hæð, þyngd, líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og fíknisjúkdómum.“ En hversu mikil eru áhrifin eiginlega? „Þegar kemur að menntun, til dæmis, þá eru áhrif þess helmings erfðamengisins sem ekki fer í barnið um 30 prósent á móti þeim helmingi sem barnið fær frá foreldrunum.“ Kári segir þetta sýna hversu mikil áhrif umhverfisins eru.Sjá einnig: Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Hann segir að með niðurstöðu rannsóknarinnar berist böndin enn og aftur að hinu dularfulla stjórntæki mannsins – heilanum. Áhrifin segir Kári koma í gegnum heilann sem við botnum lítið í. „Við höfum ekki hugmynd um hvernig heilinn býr til hugsanir eða tilfinningar – við getum ekki einu sinni skilgreint þær.“ Það sem sé grátlegt við það er að hugsanir okkar og tilfinningar skilgreina okkur sem dýrategund og sem einstakling innan þeirrar tegundar. Hann segir okkur því vera á býsna frumstæðum stað þegar kemur að skilningi á okkur sjálfum. „Það er svo margt ógert sem á eftir að útskýra og þetta er svo spennandi. Ég myndi sjálfur ekki nenna fram úr rúminu á morgnana ef það væri búið að útskýra þetta allt saman,“ segir Kári á gamansömum nótum að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. 25. janúar 2018 19:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
„Það sem okkur tókst að vissu leyti að gera var að búa til aðferð til þess að mæla áhrif sem við höfum alltaf vitað að væru til staðar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Fréttablaðið. Íslensk erfðagreining birti í gær rannsókn sína á þúsundum Íslendinga í tímaritinu Science þar sem leitað er svara við þeirri spurningu hvernig uppeldi barna gangi í arf. „Þegar barn er getið fær það helming erfðamengis frá móður sinni og hinn helminginn frá föður. Við leituðumst eftir því að svara því hvaða áhrif sá helmingur erfðamengis sem barn fær ekki frá foreldrum hefur á örlög þess. Við sýndum fram á að það [erfðamengið] hefur alls konar áhrif. Til að mynda á menntun, hæð, þyngd, líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og fíknisjúkdómum.“ En hversu mikil eru áhrifin eiginlega? „Þegar kemur að menntun, til dæmis, þá eru áhrif þess helmings erfðamengisins sem ekki fer í barnið um 30 prósent á móti þeim helmingi sem barnið fær frá foreldrunum.“ Kári segir þetta sýna hversu mikil áhrif umhverfisins eru.Sjá einnig: Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Hann segir að með niðurstöðu rannsóknarinnar berist böndin enn og aftur að hinu dularfulla stjórntæki mannsins – heilanum. Áhrifin segir Kári koma í gegnum heilann sem við botnum lítið í. „Við höfum ekki hugmynd um hvernig heilinn býr til hugsanir eða tilfinningar – við getum ekki einu sinni skilgreint þær.“ Það sem sé grátlegt við það er að hugsanir okkar og tilfinningar skilgreina okkur sem dýrategund og sem einstakling innan þeirrar tegundar. Hann segir okkur því vera á býsna frumstæðum stað þegar kemur að skilningi á okkur sjálfum. „Það er svo margt ógert sem á eftir að útskýra og þetta er svo spennandi. Ég myndi sjálfur ekki nenna fram úr rúminu á morgnana ef það væri búið að útskýra þetta allt saman,“ segir Kári á gamansömum nótum að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. 25. janúar 2018 19:00 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. 25. janúar 2018 19:00